Murr er komin í Fram

Áfram halda vendingar hjá Bestu deildar liði Tindastóls í fótboltanum. Nú hefur knattspyrnudeild Tindastóls sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að Murielle Tiernan hafi samið við Fram um að spila með þeim bláhvítu í 1.deildinni á komandi tímabili. Það verður mikill sjónarsviptir af Murr en hún hefur skorað 117 mörk í 129 leikjum fyrir Stólastúlkur síðustu sex árin.

Murr eins og við þekkjum hana, kom fyrst til Tindastóls árið 2018 og verið stór partur af uppbyggingunni sem hefur átt sér stað í kvennafótboltanum hjá Tindastól, farið upp og niður með liðinu undanfarin ár og var partur af liðinu sem hélt sér í Bestu deildinni á síðasta tímabili með stórkostlegum lokaleik hér á Sauðárkróksvelli. Murr hefur borið uppi sóknarlínu Tindastóls undanfarin ár og er verðugt verkefni fyrir nýjan framherja liðsins að feta í hennar spor.

Stjórn Knattspyrnudeildar Tindastóls vill þakka Murielle Tiernan fyrir frábært starf frá því hún kom fyrst til liðsins. Viljum einnig óska henni velfarnaðar á komandi tímabili og vitum að Skagfirðingurinn Óskar Smári sem er við stjórnvölinn hjá Fram mun hugsa vel um hana.

Feykir segir nánar frá í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir