Nóg að gera hjá ungu afreksíþróttafólki Tindastóls

Margrét Rún Stefánsdóttir, markmaður Tindastóls hefur veri vali á á U15 landsliðsæfingar KSÍ. Aðsend mynd.
Margrét Rún Stefánsdóttir, markmaður Tindastóls hefur veri vali á á U15 landsliðsæfingar KSÍ. Aðsend mynd.

Markmaðurinn bráðefnilegi, Margrét Rún Stefánsdóttir, hefur verið valin á U15 landsliðsæfingar KSÍ sem fram fara dagana 9. – 11. desember í Skessunni, æfingasvæði FH í Hafnafirði. Margrét mun standa í marki meistaraflokks Tindastóls a.m.k. í vetrarmótunum eftir því sem Guðni Þór Einarsson, þjálfari, sagði í viðtali við Feyki fyrr í vetur. 

„Mikill heiður af þessari velgengni Möggu og náttúrulega á hún Bryndís Rut Haraldsdóttir, sem er hennar aðalmarkmannsþjálfari, stóran hlut í þessu,“ segir Einarína Einarsdóttir móðir Margrétar.

Þá var Margrét ein þeirra sem boðaðir voru á afreksæfingar á vegum KSÍ á Norðurlandi síðasta sunnudag og 19.desember, fæddir 2004 og 2005. Aðrir í þeim hópi eru Veigar Örn Svavarsson, Kjartan Hlíðar Halldórsson, Einar Ísfjörð, Magnea Petra Rúnarsdóttir og Marsilía Guðmundsdóttir.

Þá hafa landsliðsþjálfarar yngri liða KKÍ sumarið 2020 valið sína fyrstu æfingahópa fyrir jólaæfingarnar í ár sem fram fara milli jóla og nýárs. Um er að ræða æfingahópa fyrir U15, U16 og U18 ára lið drengja og stúlkna. Fjórir leikmenn Tindastóls eru á meðal 148 annarra og koma frá 21 félagi. Þar eru á ferðinni Anna Karen Hjartardóttir, U15 stúlkna; tvíburabræðurnir Orri Svavarsson og Veigar Svavarsson U15 drengja og Marín Lind Ágústsdóttir U18 stúlkna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir