Óskar Smári þjálfar Stólakrakka á nýju ári

Óskari Smári og Haukur Skúla olnboga samninginn. MYND AF FB
Óskari Smári og Haukur Skúla olnboga samninginn. MYND AF FB

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls hefur tilkynnt að samið hafi verið við Óskar Smára Haraldsson frá Brautarholti um að gerast þjálfari hjá félaginu. Hann hefur áður þjálfað hjá Stólunum og á að baki 95 leiki fyrir félagið ef blaðamður hefur lagt rétt saman. Hann hefur síðustu misserin þjálfað yngri flokka hjá Stjörnunni og gerði 2. flokk kvenna hjá Garðbæingum að Íslandsmeisturum í haust.

Í frétt á Facebook-síðu barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Tindastóls segir: „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Barna- og unglingaráð Tindastóls hefur samið við Óskar Smára Haraldsson um að gerast þjálfari hjá félaginu. Óskar Smári hóf sinn þjálfaraferil hjá Tindastól áður en hann fluttist búferlum á höfuðborgarsvæðið þar sem hann hefur verið að þjálfa hjá Stjörnunni í Garðabæ undanfarin misseri með góðum árangri. Gerði hann til að mynda 2. flokk kvenna hjá félaginu að Íslandsmeisturum núna síðastliðið haust.

Við erum gríðarlega ánægð með að hafa fengið Óskar Smára til liðs við okkur og væntum mikils af samstarfinu. Við teljum þessa ráðningu mikilvægt skref í að byggja upp öflugt ungmennastarf hjá Knattspyrnudeild Tindastóls. Óskar Smári mun hefja störf í janúar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir