Smábæjaleikar Arion banka verða um helgina á Blönduósi

Um helgina, 22. - 23. júní, fara fram Smábæjaleikar Arion banka á íþróttavellinum á Blönduósi. Mótið verður sett kl. 8:50 á laugardagsmorguninn en  SAH Afurðir og Kjarnafæði styrkja mótið í ár myndarlega ásamt Arion banka. Leiknir verða um 240 leikir samtals báða dagana sem mótið stendur.


Veitingasala verður á svæðinu og tilvalið að kíkja á völlinn, setjast niður í góða veðrinu og fá sér rjúkandi heitt kaffi og vöfflur fá Vilkó svo fátt eitt sé nefnt og horfa á stjörnur framtíðarinnar leika listir sínar í knattspyrnu. Vakin er athygli á kvöldskemmtuninni á íþróttavellinum á laugardagskvöldinu en þar mun Ingó Veðurguð stíga á stokk og eru allir velkomnir á þá skemmtun.

Á sunnudeginum er svo mótið gert upp og er áætlað að síðustu leikjum ljúki um kl. 16:00 og er verðlaunaafhending í kjölfarið. Fyrir áhugasama má benda á að allar upplýsingar má finna á www.hvotfc.is.

Húni.is segir frá þessu.

Fleiri fréttir