Stökkmót Smára verður laugardaginn 12. apríl
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
09.04.2025
kl. 11.20
Þau leiðu mistök urðu við uppsetningu á Sjónhorni vikunnar að vitlaus dagsetning var í auglýsingu frá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára. Hér kemur rétta auglýsingin en þau ætla að halda Stökkmót Smára í öldungaflokkum kvenna og karla innanhúss í Íþróttahúsinu í Varmahlíð laugardaginn 12. apríl 2025, kl. 11.
Keppnisgreinar í karla- og kvennaflokkum, 30 ára og eldri (30-34 ára, 35-39 ára, 40-44 ára o.s.frv.): Hástökk með og án atrennu, langstökk án atrennu, Þrístökk án atrennu og kúluvarp.
Tilkynna skal þáttöku í tölvupósti (nafn, kt & félag) á netfangið storuakrar1@internet.is. Einnig er hægt að skrá sig á keppnisstað.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.