Stólastelpur mæta Keflavík B í Síkinu á morgun, laugardaginn 16. nóv. kl. 16:30

Tess og Karen í leik á móti Hamar. MYND: Hjalti Árna
Tess og Karen í leik á móti Hamar. MYND: Hjalti Árna
Það er skyldumæting í Síkið á morgun, laugardaginn 16. nóvember, þegar Stólastelpur mæta stelpunum í Keflavík B. Stólaselpur eru að keppa sinn áttunda leik í 1. deildinni. Þessi tvö lið mættust í Keflavík þann 12. október og unnu stelpurnar í Keflavík 82:72 í þeim leik. Stólastelpur eru, eins og stendur, í öðru sæti í deildinni á eftir Keflavík B en þær eiga leik til góða. Þetta verður því æsispennandi leikur á morgun og hvetjum við alla sem geta að mæta í Síkið á morgun kl. 16:30 og styðja stelpurnar okkar til sigurs. Áfram Tindastóll. Fyrir þennan leik er staðan í deildinni svona 1. Keflavík b 5/1 10 stig 2. Tindastóll 5/2 10 stig 3. Njarðvík 4/2 8 stig 4. Fjölnir 4/3 8 stig 5. ÍR 3/3 6 stig 6. Grindavík-b 1/4 2 stig 7. Hamar 0/7 0 stig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir