Stólastúlkur sigruðu Stjörnuna

Tindastólsstelpur gegn Stjörnunni. MYND AF FACEBOOK-SÍÐU KKD. TINDASTÓLS.
Tindastólsstelpur gegn Stjörnunni. MYND AF FACEBOOK-SÍÐU KKD. TINDASTÓLS.

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta heimaleik í Síkinu sl. laugardag þegar þær fengu ungmennaflokk Stjörnunar í heimsókn. Lokatölur voru 85-65 fyrir Stólastúlkum og náðu þær þar með í sinn fyrsta sigur í vetur.

Ifunanya Okoro, sem var fengin til liðs við stelpurnar fyrr í mánuðinum, lék sinn fyrsta leik fyrir Tindastól og hafði Feykir samband við þjálfarann Helga Frey og spurði hvernig henni henni hafi gengið. "Ify stóð sig mjög vel, hefur komð frábærlega inn í hópinn þrátt fyrir að ná fáum æfingum, enda mikill atvinnumaður og metnaðarfull fyrir bæði sig og liðið. Hún hafði lítið náð að æfa þar sem hún snéri sig á ökkla á fyrstu liðsæfingunni sem hún tók þátt í og því ekkert búin að æfa dagana fyrir leikinn," sagði Helgi Freyr.

Stelpurnar byrjuðu leikinn af miklum krafti og unnu fyrsta leikhlutann 30 - 18. Stjarnan kom aðeins til baka í öðrum leikhluta en Tindstóll náði að vinna hann 24 18, staðan því í hàlfleik 54 - 36. Stólastúlkur komu grimmar inn í þriðja leikhlutann og unnu hann 19-9. Stjörnustelpur unnu svo fjórða leikhluta 12 - 20 og lokatölur því 85-65 fyrir Tindastól. Ify átti stórleik og var með 28 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar, Eva Rún var með 13 stig og Emese og Rannveig með tíu stig hvor. Frábær árangur hjá stelpunum og er næsti leikur á móti Ármanni í Laugardalshöllinni 5. nóvember kl. 16:15.

Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir