Svekkjandi tap gegn BC Trepca í gær – 69-77

Ljósmynd - Davíð Már
Ljósmynd - Davíð Már

Undirrituð var nú ekki mikið að flýta sér að setja þessa frétt inn því hún er frekar súr yfir því að Tindastólsmenn töpuðu leiknum í gær gegn BC Trepca því þetta leit alveg þokkalega út svona framan af. Þó að strákarnir hafi verið lengi í gang þá vorum við yfir í hálfleik, þó það hafi nú ekki verið mörg stig. Fyrri hluta þriðja leikhluta langar mig bara að gleyma því engin voru stiginn en svo kom mjög góður kafli en enga að síður þurfum við að sætta okkur við tapið 69-77. Þá er spurning hvernig leikurinn á milli BC Trepca og Pärnu fer. Mér skilst að ef að Pärnu sigrar leikinn með minna en fimm stiga mun þá er ennþá séns, eða hvað segja körfuboltaspekúlerarnir?

Mig langar til að minnast á það hversu geggjaðir stuðningsmennirnir okkar voru þarna úti. Alltaf mátti heyra í hópnum styðja okkar menn og eiga þau stórt hrós skilið fyrir að fylgja hópnum út. Ekki má gleyma að hrósa leikmönnunum og öllum þeim sem tengjast liðinu beint og óbeint... Þið eruð öll frábær:)  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir