Tess valin besti erlendi leikmaðurinn í 1. deild kvenna

Tess tekur við viðurkenningunni á lokahófi KKÍ. MYND: KKI.IS
Tess tekur við viðurkenningunni á lokahófi KKÍ. MYND: KKI.IS

Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir frá því að Tessondra Williams, besti leikmaður Tindastóls síðastliðið keppnistímabil, var valin besti erlendi leikmaður 1. deildar kvenna á lokahófi KKÍ sem fram fór í hádeginu föstudaginn 10. maí. 

Ekki tíðkast að velja erlenda leikmenn í lið ársins og Tess því ekki í því þrátt fyrir margan stórleikinn. Lið ársins í 1. deild kvenna skipuðu: Kamilla Sól Viktorsdóttir (Njarðvík),Hrund Skúladóttir (Grindavík) sem jafnframt var valin besti leikmaður deildarinnar,Sylvía Rún Hálfdánardóttir ogRut Herner Konráðsdóttir (Þór Akureyri) og loksHulda Ósk Bergsteinsdóttir (Fjölnir).

Tess var sem fyrr segir frábær með liði Tindastóls í vetur og bar oft liðið á herðum sér. Hún var með 29,6 stig að meðaltali, 8,8 fráköst að meðaltali þrátt fyrir að vera aðeins 1,65 metri á hæð, 3,8 stoðsendingar að jafnaði og 28,2 framlagsstig.„Við erum gríðarlega stolt af okkar konu og óskum henni til hamingju með þessi verðskulduðu verðlaun,“ segir í frétt Kkd. Tindastóls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir