Það er leikur í dag, þriðji leikurinn, hjá strákunum í Tindastól á móti Álftanesi og byrjar hann á slaginu 19:15 í Síkinu. Ef þú ert ekki búin/n að tryggja þér miða á Stubb þá skaltu fara í að drífa í því áður en það verður uppselt. En Sigríður Inga var örlítið fyrr á ferðinni með dagskrá dagsins en fyrir síðasta leik og ekki seinna vænna en að við hjá feykir.is birtum hana hér.... við skulum sjá hvað hún segir...
Kl. 4:38 - Vakna og pissa. Reyna að sofna aðeins aftur (á við miðaldrafólk).
Kl. 5:48 - Náðir ekki að festa svefn eftir næturbröltið á klóið þannig að þú ferð bara á fætur og skellir þér í ræktina. Mundu samt að þú ert á fastandi fram að hádegi (á við miðaldrafólk). Muna eftir að fá sér risastórt glas af vatni

Kl. 06:45 - Við yngra fólkið vöknum og gerum okkur klár í daginn
Sturta, bursta tennur, borða góðan morgunmat, taka lýsi og drekka vatn

Kl. 07:45 - Draga Tindastólsfánann að húni. Ef þig vantar fána þá fæst hann hjá múttu á
Táin og Strata. (Sama gamla góða tilboðið kostar 12.000 kr. en þið fáið hann á 15.000 kr.

)
Kl. 08:00 - 09:00 - Haldið til vinnu og skóla og fara strax í það að ræða leik kvöldsins

Kl. 09:45 - Lögbundinn kaffitími! Upplagt að vera með gott salat og brauð í dag með kaffinu

Kl. 10:05 - Reyna að koma einhverju í verk núna fram að hádegi

Kl. 13:00 - Reyna að vinna eitthvað, verið samt alltaf aðeins með hugann við leikinn

Kl. 13:30 - Þau ykkar sem eruð að koma af höfuðborgarsvæðinu ættuð að leggja í hann núna

Kl. 14:45 - Kaffibolli og æfa danssporin hans Arnars


Kl. 15:58 - Þetta er komið gott í dag! Hunskið ykkur heim úr vinnunni.
Kl. 16:30 - nú er kominn tími til að skella sér í Tindastólsdressið

og fá sér kaffibolla og eitt stórt vatnsglas


Kl. 16:45 - leggja af stað í Síkið. Þið sem búið á Sauðárkróki þið komið gangandi

eða hjólandi

Þið sem komið á bíl leggið löglega, löggan er í sektar stuði þessa dagana

Nóg af stæðum við Skaffó og FNV.
Kl. 19:15 -

Leikur 3"