Tindastóll á leik við KR í Vodafone deildinni í rafíþróttum í kvöld

Rafíþróttadeild Tindastóls og leikmenn CS:GO liðsins skrifuðu undir formlegan leikmannasamning sl. þriðjudag. Á Facebooksíðu deildarinnar kemur fram að þar fari liðið sem keppir í Vodafone deildinni sem hefst í dag. Fyrsti leikur Stóla verður á móti KR.esports klukkan 19:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 ESPORT og á https://www.twitch.tv/rafithrottir.

Byrjunarlið Tindastóls: 
Hjörtur "H0Z1D3R" Atlason
Kristján "Cris" Pálsson
Kári "m0rall" Jóhannesson
Jón "j0n" Jónsson
Hrafnkell "keliTURBO" Zahawi.

Varamenn:
Arnar "prakkar1" Kristjánsson
Þorri "Toro_" Róbertsson.
Ingi "Ditto" Gunnarsson.

RÍSÍ er stærsti mótshaldari á Íslandi í rafíþróttum og eru haldin mót í nánu samstarfi við leikjasamfélögin í hverjum leik fyrir sig. RÍSÍ tekur mismikinn þátt í hverju mótahaldi, í tengslum við sum er sambandið ráðgjáfar, við önnur verkstjórar og svo rekur það þau allra stærstu.

Á heimasíðu Rafíþróttasamtakanna kemur fram að þau haldi úti úrvalsdeild í CS:OG, Counter-strike:Global Offensive, tvisvar á ári og sem er langstærsta rafíþróttakeppni landsins, með yfir 230 keppendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir