Tindastóll - Þróttur í dag í Bestu deild kvenna
Stelpurnar í Tindastóli mæta Þrótti Reykjavík á Sauðárkróksvelli í dag kl. 18. Núna þarf Tindastóll allan stuðning sem í boði er til að forða sér frá fallsvæðinu. Mætum öll. Það verður börger og stemning. hmj
Fleiri fréttir
-
Körfuknattleikslið Tindastóls á leið til Evrópu
Þátttaka Tindastóls í Evrópukeppni, ENBL, verður nú alltaf raunverulegri og raunverulegri. Dagur Þór Baldvinsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar fór til Riga í Lettlandi um helgina á tæknifund keppninnar. Á tæknifundinum var farið yfir ýmis praktísk atriði keppninnar auk þess sem hann hitti fulltrúa andstæðinga okkar og gat byrjað að undirbúa ferðalögin.Meira -
Húnvetningar og Hafnfirðingar jafnir
feykir.is Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 18.08.2025 kl. 14.00 bladamadur@feykir.isKormákur/ Hvöt tók á móti Haukum úr Hafnarfirði á Blönduósvelli í gær þegar leikið var í 18. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla 2. deild. Leikurinn fór vel af stað fyrir heimamenn sem skoruðu strax á 2. mínútu en það gerði Goran Potkozarac.Meira -
Lögðu grjótgarð til að verjast eldislöxum í Miðfjarðará
Félagar í Veiðifélagi Miðfjarðarár í Vestur-Húnavatnssýslu hafa þverað ána með stórum grjóthnullungum nærri tvö hundrað metra leið. Þeir vilja vera við öllu búnir eftir að eldislaxar úr sjókvíaeldi fundust í Haukadalsá í Dalasýslu fyrir nokkrum dögum. Ruv.is fjallar um málið:Meira -
„Þar sem ég er örvhent var kúnst að kenna mér“
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni, Handverk 17.08.2025 kl. 14.16 klara@nyprent.isHólmfríður Dóra Sigurðardóttir býr í Vatnsdalshólum í Húnabyggð og þar fæddist hún en hefur búið á Vatnsnesi, Hvammstanga og Hvolsvelli, flutti svo aftur heim árið 2016. Dóra eins og hún er yfirleitt kölluð er ekkja og á þrjú börn og eitt barnabarn. Dóra rekur gallerý og vinnustofu á bænum sínum þar sem hún selur list sína og handverk eins og handmáluð kerti, málverk og kort. Dóra er einnig með leiðsögugöngur á landareign sinni. Nýjasta nýtt er ,,Myrkurgæði" þar sem fer saman að horfa á himininn og hlusta á sögur.Meira -
Gyros og nachos í Air fryer | Matgæðingur Feykis
Skagfirðingurinn Bergrún Sóla Áskelsdóttir er matgæðingur vikunnar í tbl. 16 en hún er búsett í Kópavogi og er í sambúð með Sigvalda Helga Gunnarssyni frá Löngumýri. Bergrún starfar á ferðaskrifstofu en Sigvaldi vinnur í Tækniskólanum og þess á milli hafa þau mjög gaman af tónlist og ferðalögum. Þau hafa ferðast töluvert og vita fátt skemmtilegra en að smakka framandi mat í nýjum löndum.Meira