Tindastólsstelpur fá stórveldið í Mjólkurbikarnum.

Tindastóll tekur á móti KR í Mjólkurbikarnum
Tindastóll tekur á móti KR í Mjólkurbikarnum

Dregið var í gær í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins bæði hjá karla og kvenna liðunum. Tindastóll var með eitt lið í pottinum og voru það stelpurnar eftir sigur á Augnablik í 16-liða úrslitunum. Mikil tilhlökkun var þegar dregið var úr pottinum, því liðin sem eru eftir í keppninni eru ekkert af verri endanum.

Tindastóll fékk útileik á móti KR sem spila í Pepsi Max deildinni í sumar og sitja þær í 9. sæti aðeins með þrjú stig eftir fimm umferðir. KR hefur aðeins þurft að slá eitt lið úr keppninni og var það Keflavík, leikurinn endaði 1-0 fyrir KR. Tindastóll hefur slegið tvö lið úr keppninni. Í 32.liða úrslitunum fengu þær liðið Hamrana  frá Akureyri og unnu Tindastóll þann leik sanfærandi 8-1.  Í 16-liða úrslitunum tóku þær á móti Augnablik og var sá leikur aðeins jafnari, en leikurinn endaði 2-1 fyrir Tindastól.

Leikirnir sem verða í 8-liða úrslitum:

Þór/KA-Valur

KR-Tindastóll

Selfoss-HK/Víkingur

ÍA-Fylkir

Ljóst er að þetta verður krefjandi verkefni fyrir stelpurnar. Leikurinn verður spilaður á Meistaravöllum 28. júní klukkan 18:00 og mælum við með því að gera sér ferð suður og styðja við stelpurnar.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir