Tíu Stólastúlkur skrifa undir samning við Kkd. Tindastóls

Stólastúlkurnar tíu ásamt formanni körfuknattleiksdeildar. MYND: TINDASTÓLL
Stólastúlkurnar tíu ásamt formanni körfuknattleiksdeildar. MYND: TINDASTÓLL

Í fréttatilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls, sem send var út í dag, segir að á dögunum hafi tíu leikmenn mfl. kvenna skrifað undir nýjan samning við liðið fyrir komandi tímabil.

„Tindastóll er svo lánsamt að geta teflt fram öflugum meistaraflokki kvenna þar sem meirihluti liðsins eru heimastelpur sem koma upp úr frábæru yngri flokkastarfi Tindastóls. Tíu stelpur hafa nú þegar skrifað undir og er von á að fleiri stelpur setji penna á blað fljótlega“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður Kkd. Tindastóls.

Eftirtaldir leikmenn skrifuðu undir nýjan samning: Rakel Rós Ágústsdóttir, Marín Lind Ágústsdóttir, Dúfa Ásbjörnsdóttir, Inga Sólveig Sigurðardóttir, Hera Sigrún Ásbjarnardóttir, Stefanía Hermannsdóttir, Dagmar Björg Rúnarsdóttir, Hafdís Sigurjónsdóttir, Katrín Elva Óladóttir og Kristín Halla Eiríksdóttir. 

Tindastóll tefldi fram meistaraflokki kvenna á síðustu leiktíð í fyrsta skipti eftir töluvert hlé og segir Ingólfur liðið komið til að vera.Frekari tíðinda af leikmannamálum meistaraflokks kvenna ku vera að vænta bráðlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir