Þrettándabrenna á Hvammstanga í dag
Það er þrettándinn í dag, 6. janúar, og þá er víða hefð að halda þrettándabrennur og skjóta upp flugeldum. Aðeins ein þrettándabrenna verður á Norðurlandi vestra og fer hún fram við Höfða sunnan Hvammstanga klukkan 17 í dag og því vissara að fara að teygja sig eftir föðurlandinu.
Flugeldamarkaður Björgunarsveitarinnar Húna er opinn milli klukkan 14-16. Aðrar björgunarsveitir á Norðurlandi vestra verða með opið í dag - í það minnsta á Króknum, Hofsósi, Blönduósi og á Skagaströnd, og því hægt að næla sér í flugelda og tertur ef áhugi er fyrir hendi.
