Tryggvi hættur hjá Kormáki/Hvöt

Við undirritun samnings fyrir um mánuði síðan.
Við undirritun samnings fyrir um mánuði síðan.

Tryggvi Guðmundsson, sem nýlega var ráðinn þjálfari sameinaðs knattspyrnuliðs Kormáks/Hvatar í 4. deildinni, hefur verið leystur undan samningi eftir því sem fram kemur á Fótbolti.net. Tryggvi var ekki skráður á skýrslu þegar Kormákur/Hvöt tapaði 7-4 gegn Úlfunum í gær.

„Samkvæmt heimildum Fótbolta.net mætti Tryggvi undir áhrifum áfengis á æfingu liðsins á dögunum sem og í leikinn gegn Úlfunum í dag [gær 20. mars], segir á heimasíðu þeirra.

Ljóst er að um dapurlega niðurstöðu er að ræða fyrir alla aðila þar sem mikið var búist við af honum sem þjálfara en hann var kynntur til leiks þann 24. febrúar sl. sem miklum hvalreka fyrir húnvetnskt íþróttalíf.

Kormákur/Hvöt leikur í C-deild Lengjubikarsins í vetur og hafa spilað tvo leiki en sá fyrri endaði með jafntefli 3-3 gegn KB. Liðið ætlar sér stóra hluti í sumar í 4. deildinni þar sem ætlunin er að leika í þeirri þriðju að ári liðnu.

Lee Ann Maginnis, stjórnarmaður í Hvöt, staðfesti við Feyki að Tryggvi væri á förum og leit standi yfir að nýjum þjálfara.

Tengd frétt: Tryggvi Guðmundsson ráðinn þjálfari Kormáks Hvatar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir