Ungir kylfingar frá GSS stóðu sig vel á Ólafsfirði
Þriðja mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga var haldið á Skeggjabrekkuvelli á Ólafsfirði þriðjudaginn 31. júlí - S1 mótið. Að sögn Hjartar Geirmundssonar voru um 80 þátttakendur á þessu móti og að venju tók hópur frá Golfklúbbi Sauðárkróks þátt.
Þau sem lögðu leið sína á Ólafsfjörð voru Sigríður Eygló Unnarsdóttir, Aldís Ósk Unnarsdóttir, Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir, Matthildur Kemp Guðnadóttir, Hildur Einarsdóttir, Thelma Einarsdóttir, Arnar Geir Hjartarson, Hlynur Freyr Einarsson, Pálmi Þórsson og Elvar Ingi Hjartarson.
Samkvæmt Hirti stóðu þau sig öll mjög vel en til verðlauna unnu eftirfarandi: í flokkum 17-18 ára sigraði Arnar Geir Hjartarson og Sigríður Eygló Unnarsdóttir varð í 2. sæti. í flokki 15-16 ára varð Aldís Ósk Unnarsdóttir í 3.sæti og í flokki 14 ára og yngri sigraði Matthildur Kemp Guðnadóttir.
Búið er að uppfæra stigagjöfina á síðu mótaraðarinnar nordurgolf.blog.is. Síðasta mótið í mótaröðinni verður síðan á Akureyri sunnudaginn 2. september en þar verða jafnfram krýndir Norðurlandsmeistarar í öllum flokkum.
Myndirnar tók Unnar Ingvarsson