Uppskeruhátíð yngri flokkanna á þriðjudaginn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
07.05.2012
kl. 10.44
Unglingaráð Tindastóls í körfuboltanum heldur uppskeruhátíð fyrir yngri flokkana í íþróttahúsinu á morgun, þriðjudaginn 8. maí, kl. 16:00. Veittar verða viðurkenningar fyrir tímabilið í þeim flokkum sem tóku þátt í Íslandsmóti en yngri iðkendur fá sérstakar þátttökuviðurkenningar.
Á heimasíðu Tindastóls segir að eitthvað gómsætt verði í boði af grillinu og hvetur unglingaráðið alla iðkendur og foreldra til að fjölmenna í íþróttahúsið.