Útivallarferð deluxe til stuðnings Kormáki/Hvöt

Verður bleik brugðið um helgiina? MYND AF AÐDÁENDASÍÐUNNI
Verður bleik brugðið um helgiina? MYND AF AÐDÁENDASÍÐUNNI

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsti af þremur úrslitaleikjum Kormáks Hvatar um áframhaldandi veru í 2. deild karla í knattspyrnu. Aðdáendasíða liðsins segir frá því að farið verður á Húsavík við Skjálfanda og nú þurfi að smala í stúkuna!

Hugmynd er uppi um að aðdáendur Kormáks Hvatar fari saman á rútu þangað og til baka samdægurs. Útivallarferð deluxe! Ókeypis!

„Hafir þú áhuga þá má smella pósti á khknattspyrna@gmail.com með upplýsingum um fjölda farþega. Ef lágmarksfjölda er náð þá er það bara let's go!“ segir í tilkynningu á Aðdáendasíðunni.

Fleiri fréttir