Fullt hús hjá Rokkkórnum

Spilað og sungið fyrir fullu húsi í Félagsheimilinu Hvammstanga. Myndir: Aldís Olga Jóhannesdóttir.
Spilað og sungið fyrir fullu húsi í Félagsheimilinu Hvammstanga. Myndir: Aldís Olga Jóhannesdóttir.

Rokkkórinn úr Húnaþingi vestra undir stjórn Ingibjargar Jónsdóttur hélt tónleika sl. laugardag fyrir fullu húsi í Félagsheimilinu Hvammstanga. Flutt voru níu lög ásamt fjögurra laga syrpu úr tónlistarverkinu Lifun eftir Trúbrot.

Fimm manna hljómsveit sá um undirleik á tónleikunum sem að sögn áhorfenda heppnuðust mjög vel. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tónleikunum sem Aldís Olga Jóhannesdóttir tók.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir