Íslands þúsund ár ómuðu um allan Krók þegar Unglingalandsmótinu lauk

Lokathöfn Unglingalandsmótsins 2023 fór fram í blæjalogni í gærkvöldi. MYNDIR: DAVÍÐ MÁR
Lokathöfn Unglingalandsmótsins 2023 fór fram í blæjalogni í gærkvöldi. MYNDIR: DAVÍÐ MÁR

Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki lauk í gærkvöldi og það verður varla annað sagt en að aðstæður hafi verið keppendum og gestum á Króknum hagstæðar. Mótsgestir þurftu hvorki að berjast við fellibyl, hitabylgju né flugnabit (svo Feykir viti til) en vindur var í lágmarki og þegar flestir áttu von á hellidembu á meðan á lokaathöfn og brekkusöng stóð í gærkvöldi þá stoppaði regnveggurinn frammi í sveit og leit ekki við á Króknum.

Lognið var síðan algjört þegar leið á lokakvöldið og það var í raun gæsahúðarmóment þegar þjóðsöngurinn var sunginn áður en flugeldasýningin hófst, því það var svo hljóðbært í bænum að það mátti heyra sönginn óma af vellinum um allan bæ. Og það var hraustlega tekið undir Íslands þúsund ár. Þvílíkt og annað eins. Flugeldasýningin var tilkomumikil og flottur punktur aftan við vel heppnaða Unglingalandsmótshelgi.

Hér að neðan má sjá frábærar myndir sem Króksarinn Davíð Már Sigurðsson tók en hann hefur augljóslega verið á ljósmyndavaktinni alla helgina. Feykir þakkar honum kærlega fyrir að gefa grænt ljós á birtingu myndanna. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir