Jólaljós í Varmahlíð

MYNDIR: KATRÍN LILJA KOLBEINSDÓTTIR
MYNDIR: KATRÍN LILJA KOLBEINSDÓTTIR

Sumum finnst ekki vera jól nema jörð sé hvít og sindrandi jólaljósin lýsi upp umhverfið og slái hlýjum ævintýraljóma inn í svartamyrkur dimmasta skammdegisins. Það voru því ýmsir sem glöddust í gærkvöldi þegar það byrjaði að snjóa.

Þannig var því farið með Katrínu Lilju Kolbeinsdóttur sem var komin heim í Varmahlíð til að eiga jólin með fjölskyldu sinni.

Hvort fólk hafi síðan verið jafn ánægt með snjóinn í dag er svo önnur saga en örugglega hefur mörgum þótt nóg um hríðina á Króknum í dag.

Feykir fékk leyfi hjá Katrínu Lilju að birta nokkrar stemningsmyndir frá Varmahlíð sem hún tók í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir