Mikið framkvæmt á Króknum þessi misserin

Framkvæmt í Laugatúninu á Sauðárkróki. MYNDIR: ÓAB
Framkvæmt í Laugatúninu á Sauðárkróki. MYNDIR: ÓAB

Það er óhætt að fullyrða að það er mikið framkvæmt á Sauðárkróki nú í sumar. Blaðamaður Feykis fór smá rúnt um bæinn og myndaði framkvæmdir sem eiga sannarlega eftir að gleðja augað þegar þeim verður lokið.

Kaupfélagið vinnur nú að frágangi við hús Heilsupróteins og Samlagsins. Við íþróttasvæðið og Árskóla er verið að vinna við að helluleggja í kringum ný malbikið bílaplan og þá er frágangi við íþróttasvæðið og nýjan gervigrasvöll að mestu lokið og ekki annað að sjá en að sómi sé að.

Framkvæmdir standa yfir í sundlauginni á Sauðárkróki og í gamla bænum er unnið við húsnæði sýndarveruleikans. Í Túnahverfinu er unnið við byggingu fjölda íbúðarhúsa og vart þverfótað um efri götur hverfisins fyrir smiðum sem eru nánast á hverju strái. Samkvæmt upplýsingum Feykis er enn möguleiki að bæta við tveimur götum efst í Túnahverfi en síðan þarf væntanlega að skipuleggja nýtt íbúðarhverfi í framhaldinu.

Það er víðar en á Króknum sem er framkvæmt í Skagafirði en ef farið er um fjörðinn má til að mynda víða sjá miklar fjósbyggingar, ýmist nýlega teknar í gagnið eða í byggingu. Hér að neðan er hægt að kíkja á nokkrar myndir frá Króknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir