Svipmyndir frá öskudagsheimsóknum
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
27.02.2020
kl. 08.38
Öskudagurinn ágæti var í gær og því alls kyns lið sem sjá mátti bruna yfir hálkubletti í misskrautlegum búningum með poka í hönd eða á baki. Starfsmenn Nýprents og Feykis fóru ekki varhluta af þessum söngelsku skattheimtumönnum sem frískuðu flestir upp á daginn.
Það er þó nokkuð ljóst eftir heimsóknir gærdagsins að lífið hjá Gamla Nóa verður ekki mikið léttara með árunum – hann er enn í tómu basli.
Því miður þá náðist ekki að mynda alla sem stungu inn nefi en hér má sjá nokkrar ágætar myndir frá góðum gestum sem heimsóttu okkur.