Það vorar í Fljótum

Bærinn Hvammur eins og vin í eyðimörkinni. MYNDIR: ÓAB
Bærinn Hvammur eins og vin í eyðimörkinni. MYNDIR: ÓAB

Það er óhætt að fullyrða að það vanti ekki snjó í Fljótin þó komið sé að mánaðamótum apríl og maí. Eftir leiðindatíð í vetur, þar sem fáir góðviðrisdagar létu sjá sig og snjó kyngdi niður, þá skall á með logni í síðustu viku. Þó snjórinn hafi minnkað töluvert síðustu vikurnar þá er nokkuð í að tún láti á sér kræla, aðeins nokkrir hólar og hæðir sem stinga ljósbrúnum kolli upp út kaldri hvítunni. 

Þetta er að sjálfsögðu bagalegt þar sem sauðburður er víða hafinn og í Fljótunum gerir lognblíðan lítið fyrir bændur – þar er þrá eftir hlýjum sunnanvindi. 

Ljósmyndari Feykis fór einn forvitnistúr í Fljótin sl. sunnudag í rjómablíðu og snéri við á Þrasastöðum – þar sem vegurinn endar bókstaflega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir