Gott að eldast í Húnaþingi vestra

Frá Hvammstanga. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Frá Hvammstanga. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON

Húnaþing vestra og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga eru þátttakendur í þróunarverkefni sem gengur út á að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Fram kemur í frétt á heimasíðu Húnaþings vestra að opinn kynningarfundur um verkefnið verði haldinn mánudaginn 15. apríl kl. 16:15-17:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga.

Aææir sem láta sig málefnið varða eru hvattir til að mæta á fundinn.

Þróunarverkefnið er hluti af aðgerðaáætluninni Gott að eldast sem er samstarfsverkefni þriggja ráðuneyta (heilbrigðis- félagsmála- og fjármála) og fjallar um samþættingu þjónustu við eldri borgara. Nánari upplýsingar um verkefnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir