Magga Steina vígð til djákna í Hóladómkirkju
Það var merkur dagur á sunnudaginn þegar Margrét Steinunn Guðjónsdóttir var vígð til djákna í Reykjavíkurprófastdæmi vegna starfa sinna á Löngumýri við orlof eldri borgara. Í fallegri afhöfn í Hóladómkirkju, sem sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup leiddi, voru þjónandi prestar í Skagafirði, Anna Hulda djákni og fleiri sem tóku þátt, en sr. Bryndís Malla prófastur í Reykjavíkurprófasdæmi lýsti vígslunni.
Skráðu þig inn til að lesa
Þú getur valið um þrjár áskriftarleiðir:
Leið 1 (blað og rafrænn aðgangur)
Færð blaðið inn um lúguna í hverri viku, rafrænan aðgang að pdf útgáfunni og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 3.295 kr. á mánuði m/vsk (2.968,5 án/vsk)
Það eru alltaf fjögur blöð í mánaðaráskriftinni.
Leið 2 (rafrænn aðgangur að pdf útgáfu blaðsins)
Færð rafrænan aðgang að pdf útgáfunni að Feyki og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 1.990 kr. á mánuði m/vsk. (1.793 kr. án/vsk).
Leið 3 (rafrænn aðgangur í viku)
Færð rafrænan aðgang að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inn á feykir.is.
Kostar 555 kr. vikan m/vsk. (500 kr. án/vsk).
Fleiri fréttir
-
G L E Ð I L E G J Ó L
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 24.12.2025 kl. 18.00 oli@feykir.isStarfsfólk Feykis og Nýprents óskar lesendum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári,Meira -
Það er almennt mikið keppnisskap í fjölskyldunni | INGVI HRANNAR
Einn af bestu sonum Skagafjarðar er Ingvi Hrannar Ómarsson, árgangur 1986, en hann flutti fyrir nokkru til Kaliforníu sem er eitt af 50 fylkjum Bandaríkjanna. Þar starfar hann við náms- og upplifunarhönnun (Instructional Designer) hjá tæknirisanum Apple í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Silicon Valley, Apple Park, en þar starfa um 12 þúsund manns. Eins og flest sem tengist Apple þá er hönnun vinnustaðarins einstök. Það hafði lengi staðið til hjá Feyki að taka púlsinn á Ingva Hrannari eftir flutninga til Bandaríkjanna og hér má lesa afraksturinn.Meira -
„Fyrir mér snúast jólin um að vera nálægt fjölskyldunni“ | DAVID BERCEDO
Feykir heldur áfram að ræða við útlendinga sem lifa og starfa á Íslandi, forvitnast um jólahald þeirra, trúarbrögð og árið sem er að líða. Nú er það hann David Bercedo sem er frá Madrid á Spáni en starfar á Sauðárkróki sem verður fyrir svörum. Hann var í haust valinn besti leikmaður karlaliðs Tindastóls sem náði ágætum árangri í sumar. „Ég hef tvö störf núna sem bæði eru mér mjög mikilvæg og endurspegla mismunandi hliðar á því hver ég er,“ segir hann.Meira -
Átti í miðri úrslitakeppni
Bjarney Sól Tómasdóttir er fædd og uppalin í Borgarfirði, þar sem hún kynntist Arnari (Björnssyni) þegar hann fór að spila með Skallagrím. Þau eiga tvo syni þá Lúkas Björn og Una Ágúst, sem eru hjarta fjölskyldunnar og móta dagana þeirra eins og Bjarney kemur sjálf að orði. „Fjölskyldan er mér mikilvægust og ég helga mig fyrst og fremst móðurhlutverkinu. Annars er ég kennaramenntuð og starfa á leikskólanum Ársölum, þegar ég er ekki í fæðingarorlofi.“ Hennar helsta áhugamál er að ferðast og fara í frí með fjölskyldunni. En einnig hefur hún mikla ánægju af því að fara á snjóbretti í Tindastól, sérstaklega þegar hún getur tekið eldri son sinn með sér.Meira -
„Ég hef sest að bæði í ljósinu og myrkrinu“ | MORGAN BRESKO
Feykir birtir viðtöl við nokkra erlenda einstaklinga sem búa nú á Norðurlandi vestra, til lengri eða skemmri tíma. Við spyrjum um hvað sé heima, hvernig jólahaldið er og hvort viðkomandi hafi lært eitthvað á árinu sem er að líða. Fyrst á vaðið rennir Morgan Bresko sem hefur birt nokkrar greinar í Feyki tengdar listsýningum í Austur-Húnavatnssýslu. Hún er ráðgjafi í geðheilbrigðismálum og menningarfulltrúi. „Ég á myndarlegan íslenskan eiginmann og tvö yndisleg börn. Við búum á bænum Torfalæk rétt fyrir utan Blönduós,“ segir hún til að byrja með í forvitnilegu spjalli.Meira
