Rabb-a-babb 232: Rósa
Gerður Rósa Sigurðardóttir á Hvammstanga svarar Rabb-a-babbi að þessu sinni. Hún er uppalin á Kolugili í Víðidal, undan Nínu Sig og Sigga, eins og hún segir sjálf. Rósa starfar sem skrifstofustjóri hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga og er stundum meðhjálpari. Hún er tamningamaður að mennt frá Hólaskóla og er gift Kristjáni Svavari en saman eiga þau þrjú börn.
Skráðu þig inn til að lesa
Þú getur valið um þrjár áskriftarleiðir:
Leið 1 (blað og rafrænn aðgangur)
Færð blaðið inn um lúguna í hverri viku, rafrænan aðgang að pdf útgáfunni og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 3.295 kr. á mánuði m/vsk (2.968,5 án/vsk)
Það eru alltaf fjögur blöð í mánaðaráskriftinni.
Leið 2 (rafrænn aðgangur að pdf útgáfu blaðsins)
Færð rafrænan aðgang að pdf útgáfunni að Feyki og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 1.990 kr. á mánuði m/vsk. (1.793 kr. án/vsk).
Leið 3 (rafrænn aðgangur í viku)
Færð rafrænan aðgang að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inn á feykir.is.
Kostar 555 kr. vikan m/vsk. (500 kr. án/vsk).
Fleiri fréttir
-
Erum við að láta fjársjóð renna okkur úr greipum?
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 05.09.2025 kl. 13.31 oli@feykir.isHelsti vaxtarbroddurinn í atvinnulífi landsmanna frá aldamótum er ferðaþjónustan og eftir nokkru að slægjast fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög að eigna sér hlutdeild í því ævintýri. Í Glefsum á heimasíðu SSV (Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi) hefur Vífill Karlsson farið yfir vægi ferðaþjónustu í útsvarsgrunni sveitarfélaga á Íslandi og þar má sjá að láninu – ef svo mætti kalla – ser annarlega misskipt. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra skora ekki hátt í þeirti úttekt en aðeins Húnaþing vestra er í efri hluta töflunnar en á botninum er Skagaströnd.Meira -
Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar 2025
Þann 4. september sl. voru veittar umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins Skagafjarðar í Húsi Frítímans. Veitt voru að þessu sinni átta verðlaun í sex flokkum. Í 21 ár hefur sveitarfélagið Skgafjörður og Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar verið í samstarfi um að velja og veita umhverfisviðurkenningar til einstaklinga og fyrirtækja.Meira -
Undirbúningur fyrir Landsmót á Hólum næsta sumar í fullum gangi
Landsmót hestamanna verður á Hólum í Hjaltadal næsta sumar og er miðasala á mótið hafin fyrir löngu á vef mótsins, landsmot.is og fer vel af stað. Sérstakt forsölutilboð er í gangi til áramóta. Í færslu á Facebook-síðu Landsmóts í gær var sagt frá því að framkvæmdanefnd Landsmóts hestamanna á Hólum 2026 kom saman til fundar á Hólum í vikunni. Erindið var að hitta fulltrúa Háskólans á Hólum og fulltrúa mannvirkjanefndar LH og skoða þær framkvæmdir sem gerðar hafa verið á væntanlegu mótssvæði í sumar.Meira -
Nanna Rögnvaldar hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur
Skagfirðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir, rithöfundur og þýðandi, sem ættuð er úr Djúpadal, hlaut í gær Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri afhenti Nönnu verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða. Alls bárust 71 handrit í keppnina og bar handrit Nönnu sigur úr býtum en það nefnist „Flóttinn á norðurhjarann“.Meira -
Stólastúlkur mörðu mikilvægan sigur gegn Fram
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 05.09.2025 kl. 08.50 oli@feykir.isÞað voru um 200 manns sem sóttu leik Tindastóls og Fram í Bestu deild kvenna á Króknum í gærkvöldi. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir lið Tindastóls sem varð hreinlega að vinna leikinn til að koma sér betur fyrir í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni og að halda liði Fram í seilingarfjarlægð. Það hafðist því Stólastúlkur uppskáru 1-0 sigur eftir baráttuleik þar sem Gen í marki Tindastóls var hreint frábær.Meira