„Það var geggjað gott að losna við þetta þegar ég kom heim“
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf, Lokað efni
31.10.2024
kl. 10.50

Óðinn Freyri var valinn hræðilegastur. Hann var á endanum feginn að losna við boltann af höfðinu. MYND AF FACEBOOK
Í fyrradag voru haldin Hrekkjavökuböll í Húsi frítímans á Sauðárkróki fyrir nemendur í 3.-4. bekk og 5.-7. bekk grunnskólanna í Skagafirði. Ballgestir voru hvattir til að mæta hræðilegir og að sjálfsögðu var valinn hræðilegasti búningurinn. Á balli eldri hópsins var það Óðinn Freyr Gunnarsson, 11 ára Króksari, sonur Guðbjargar Óskarsdóttur og Gunnars Páls Ólafssonar, sem bar sigur úr býtum. Feykir fékk að leggja nokkrar spurningar fyrir vinningshafann.