Vel sótt fræðsla fyrir eldri borgara

Frá einum fundarstaðanna. MYND AF SÍÐU LÖGREGLUNNAR
Frá einum fundarstaðanna. MYND AF SÍÐU LÖGREGLUNNAR

Lögreglan á Norðurlandi vestra fór nú fyrr í desember fyrir fræðslu til handa eldri borgurum í umdæminu þar sem fjallað var um netsvik og annað ólöglegt athæfi á netinu. Fræðslan var unnin í samstarfi við félög eldri borgara í umdæminu og Arion banka.

Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar segir að fræðslufundirnir hafi verið vel sótt, haldin voru sex fræðsluerindi víðsvegar á svæði embættisins og er talið að hátt í 200 manns hafi sótt fundina.

„Meðal þess sem fjallað var um voru netsvindl, svik og ýmiskonar ólöglegt athæfi á netinu. Sýnd voru dæmi þess er varða misnotkun á persónuupplýsingum og innbrot í samfélagsmiðla, heimabanka og tölvupósta.

Þá var einnig fjallað mikilvægi þess að tilkynna til lögreglu og/eða viðskiptabanka ef við komandi telur möguleika á því að svindlað hafi verið á sér. Tiltölulega fá slík mál rata inn á borð lögreglu en nauðsynlegt er að auka vitund almennings á eðli slíkra brota með það fyrir augum að reyna að stöðva þau, eða draga úr mögulegu tjóni vegna þeirra,“ segir í færslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir