Rabb-a-babb 104: Laufey

Nafn: Laufey Kristín Skúladóttir.
Árgangur: 1979.
Fjölskylduhagir: Gift þriggja stúlkna móðir.
Búseta: Sauðárkrókur.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er dóttir Ólafar og Skúla á Tannstaðabakka í Vestur Húnavatnssýslu.
Starf / nám: Verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði / Cand. Merc í stjórnun nýsköpunar.
Hvað er í deiglunni:  Fjölskylduferð á gamlar heimaslóðir í Kaupmannahöfn og svo flutningar.

 Hvernig nemandi varstu? 
Samviskusöm en ekkert allt of vinnusöm.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
13 hálsmenin sem komu úr pökkunum og litla kvígan sem fæddist í miðri veislunni. Ég fékk að velja hvort hún fengi nafnið Laufey eða Ferming. Ég valdi Ferming.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Hárgreiðslukona.

Hvað hræðistu mest? 
Að eitthvað komi fyrir þá sem ég elska mest.

Besti ilmurinn? Nýslegið gras.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Það var hlustað sorglega mikið á Celine Dion og Tony Braxton en líka Alanis Morissette og Goo Goo Dolls í bland við íslensku klassíkina Sálina, Stjórnina og Todmobile.

Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? 
Eitthvað með Sálinni.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Reyni að horfa á skandinavískar seríur ef þær eru í boði á RÚV.

Besta bíómyndin? Það er engin ein best.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Mér finnst Annie Mist og Aníta Hinriksdóttir mjög flottar íþróttakonur.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? 
Tek til og brýt saman þvott.

Hvert
er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  Þau eru mjög mörg J Ætli afmæliskökur dætranna standi samt ekki upp úr.

Hættulegasta helgarnammið? Snakk og nýja hrís-buffið.

Hvernig er eggið best? Spælt báðum megin.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Einbeitingarleysi og fljótfærni.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Óheiðarleiki.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun?  
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að það sé komið fram við þig.

Hver er elsta minningin sem þú átt? Ætli það sé ekki eitthvað frá fyrstu árunum þegar við fjölskyldan bjuggum á Selfossi.

Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Ég myndi vilja vera Sheryl Sandberg af því hún er svo flott fyrirmynd.

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Ég les allt of lítið og aldrei sömu bókina tvisvar. Reyni samt alltaf að næla mér í Arnald um jólin og lesa, finnst hann alltaf mjög skemmtilegur.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? 
Nákvæmlega.

Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? 
Á Íslandi myndi ég segja að það hafi verið Vigdís Finnbogadóttir.

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég myndi fara aftur á Sturlungaöld og kanna hvernig Skagafjörður var þá.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Skipulagt kaos.

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
 Til Seattle í Bandaríkjunum þar sem við fjölskyldan bjuggum á því herrans hrun-ári 2008.

Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Mat, vatn og eld – og fjölskylduna mina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir