Rabb-a-babb 98: Helgi Margeirs

Nafn: Helgi Freyr Margeirsson.
Árgangur: 1982
Fjölskylduhagir: Í sambúð með Margréti Helgu Hallsdóttur og eigum við tvö börn Hall Atla 4 ára og Maríu Hrönn 2ára
Búseta: Eigum lítið hús á besta stað á Sauðárkróki.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Uppalinn Króksari, sonur Margeirs Friðrikssonar, Friðriks Margeirssonar og Öldu Ellertsdóttur og Sigurlaugar H. Valgarðsdóttur, Valgarðs Jónssonar og Ernu Flóventsdóttur.
Starf / nám: Fyrirtækjasérfræðingur hjá Landbankanum.
Hvað er í deiglunni:  Njóta vors og sumars með fjölskyldunni svo sjáum við til hvað verður. 

Hvernig nemandi varstu? Ég var ágætur nemandi þó bókin hafi aldrei verið í sérstökum forgangi hjá mér. Átti mikið að vinum, líkaði vel við kennarana og leið almennt vel í skóla. 

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Þegar ég var yngri snérist allt um íþróttir. Ég ákvað mjög ungur að ég ætlaði að komast til Bandaríkjana og spila körfubolta þar.  Það gekk eftir og spilaði ég þar bæði í menntaskóla og háskóla.  Ég spilaði svo einnig 3ár í úrvalsdeildinni í Danmörku.  Körfuboltinn hefur opnað margar dyr fyrir mér og eiginlega verið minn masterslykill í lífinu. 

Hvað hræðistu mest? Að sitja á almenningsklósetti, klósettpappírinn búinn og ég í þokkabót sokkalaus.

Besti ilmurinn? Inní klefa eftir góða æfingu.  Einhver blanda af rakspíra, hitakremi og svo barnapúðrið sem ungu strákarnir nota mikið.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Pearl Jam, Nirvana, Metallica – Þetta er enn allt í tónhlöðunni hjá mér í dag enda sígild tónlist. 

Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Sweet Home Alabama – en ég vann einmitt stóra kareókí keppni í Alabama með því lagi.  Eftir það var mikil pressa á mig að gefa eitthvað út og gera eitthvað meira með þennan hæfileika en hver veit hvað verður...

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Náttúru ogdýralífsþættir, breskir og skandinavískir sakamálaþættir. 

Besta bíómyndin?  Shawshank Redemption - klassík sem allir þurfa að sjá.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á?  Michael Jordan – skýringar óþarfar.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili?  Borða afganga.

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  Uppvaskið – rúmulega 20ára reynsla.

Hættulegasta helgarnammið?  Haltu-kjafti-molar, því Margrét er nösk á að nýta sér orðatiltækið “þögn er sama og samþykki”.

Hvernig er eggið best?  Eggjahrærameð nóg af gummsi.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Er alltof lélegur við að vera í sambandi við vini mina.  Hugsa mikið um þetta en geri ekki nóg í að bæta þetta hjá mér.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?  Fordómar.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun?  A player that makes a team great is more valuable than a great player. – Þetta kemur úr íþróttum en má heimfæra á aðrar hliðar lífsins.

Hver er elsta minningin sem þú átt?  Ég að vaska upp í foreldrahúsum…  

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Smásögusafnið hennar Margrétar Helgu er mjög skemmtilegt.  

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu?  Ég færi á leik AC-Milan og Liverpool í meistaradeildinni 2005 – Ótrúlegur íþróttaleikur.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni?  Þrjár þrautir: Fjölskyldufaðir, sonur og heilagur þríburi. 

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...  Í gott frí með fjölskyldunni til Bandaríkjanna til að hitta gamla vini og fjölskylduna sem ég bjó hjá þar úti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir