Rabb-a-babb 126: Álfheiður

Nafn:  Álfheiður Ástvaldsdóttir.
Árgangur: 70 árgangurinn, mikill fyrirmyndarárgangur!
Fjölskylduhagir: Er gift Halldóri Birni Halldórssyni og á með honum strákana Dag sem er 15 ára og Egil sem er 10 ára.
Búseta: Hef búið í Stokkhólmi meira og minna síðastliðin 13 ár.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Dóttir Itta (Ástvaldar Guðmundssonar) og Dísu (Þórdísar Einarsdóttur) og alin upp í Birkihlíðinni.
Starf / nám: Ég tók tannlæknapróf í HÍ ’97 og fór svo í framhaldsnám til Stokkhólms. Núna starfa ég sem kennari og deildarstjóri í tannfyllingar- og rótfyllingardeildinni hér á Karolinska Institutet í Stokkhólmi.
Hvað er í deiglunni: Það er alltaf mikið að gerast. Í vinnunni er í undirbúningi breytingar innan námsins í tannlæknisfræðinni sem er mjög spennandi að fá að taka þátt í. Við erum líka að undirbúa nýtt rannsóknarverkefni þar sem við ætlum að skoða glerungseyðingu í sænskum krökkum. Glerungseyðing er vandamál sem virðist vera vaxandi hér í Svíþjóð og þess vegna mikilvægt að finna meðferð eða lausn sem virkar fyrir þessa sjúklinga.  

Hvernig nemandi varstu?  Í minningunni var ég fyrirmyndarnemandi, gerði alltaf eins og kennararnir sögðu.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
 Þetta var auðvitað mjög eftirminnilegur dagur.  Til dæmis blúnduhanskarnir sem við stelpurnar vorum með í kirkjunni. Ég hef ekki oft verið með blúnduhanska hvorki fyrr eða síðar.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Mér fannst Mæja hárgreiðslukona alltaf ótrúlega fim með skærin og dreymdi um að verða jafn góð í þessu og hún. Ég var þess vegna með þónokkra tilraunastarfssemi á nánustu fjölskyldumeðlimum og vinkonum þegar ég var í gagganum. Einhversstaðar á námsleiðinni vaknaði svo áhuginn fyrir öðrum líkamsvefjum svo ég yfirgaf hárið og snéri mér að tönnunum í staðinn.  

Hvað hræðistu mest? 
Fyrsta sem kemur upp í hugann ertilbreytingarleysi – það á hræðilega illa við mig. En auðvitað það sem liggur dýpst er að eitthvað komið fyrir mína nánustu.

Besti ilmurinn? Nýslegið gras á lignu sumarkvöldi í Birkihlíðinni.

Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Ef ég væri eini hlustandinn mundi ég taka Dancing Queen með Abba með miklum tilþrifum. Yrði þó að vera búin að útvegað mér samfesting eins og Anni-Frid og Agnetha voru í á þessum tíma.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Því miður næ ég alltof lítið að horfa á sjónvarp. Eina sem ég reyni annað slagið að sjá eru fréttirnar.

Besta bíómyndin? Sú mynd sem er oftast dregin fram á heimilinu er Groundhog Day með Bill Murray. Það er eitthvað frábært við hugmyndina að endurlifa alltaf sama daginn aftur og aftur og Bill Murray er algerlega óborganlegur í þessari mynd.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? 
Að skipuleggja, jafnt heimilið sem og minn tíma og annarra. Verð þó að viðurkenna að það er ekki alltaf hljómgrunnur fyrir skipulaginu hjá hinum fjölskyldumeðlimunum.

Hvert 
er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  Í eldhúsinu á ég mínar bestu stundir svo þar skapa ég oft mín fínustu verk.

Hættulegasta helgarnammið? Súkkulaðirúsínur

Hvernig er eggið best? Egg er gott sama á hvaða formi það er

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég get orðið svolítið þreytt á hvað ég er stjórnsöm og held að allt standi og falli með mér!

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Óheiðarleiki.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun?  
Að hika er sama og tapa.  

Hver er elsta minningin sem þú átt? Að standa niðri í fjöru með ömmu Öllu, neðan við Björkina, og láta sjóinn flæða að stígvélunum.

Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera (og af hverju)? Annie Lennox, hún er bæði hipp og kúlog gerir skemmtilega tónlist.

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur (og af hverju)? Ég les reyndar ekki mikið þessa dagana en einn af mínum uppáhaldsrithöfunum er Guðmundur Andri.

Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? 
Í mínum huga er Vigdís Finnbogadóttir einn mikilvægasti Íslendingurinn.

Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Vil helst bara gera allt það skemmtilega sem framtíðin vonandi hefur í för með sér. Best að láta það koma sér á óvart!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir