Rabb-a-babb 145: Ása Dóra

Nafn: Ása Dóra Konráðsdóttir.
Árgangur: 1973.
Fjölskylduhagir: Er gift yndislegum manni, Gunnari Guðmundssyni lækni. Allt í allt eigum við sex börn, eitt barnabarn og Puginn hann Sasú (hundur).
Búseta: Á yndislegum stað við sjóinn í Reykjavík þar sem Esjan blasir við.
Hverra manna ertu og hvar alin upp? Ég er dóttir eðalhjónanna Konráðs Gíslasonar sem hefur kennt lýðnum í ríflega 40 ár og Önnu Halldórsdóttur sem vinnur á dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Eru þau fædd og uppalin austan og vestan vatna þannig að oft lá leiðina í sveitina til ömmu og afa á yngri árum. Er fædd og uppalinn Króksari og bjó „niður í bæ“, nánar tiltekið á Hólaveginum til 6 ára aldurs. Flutti þá „upp í hverfi“  í Furuhlíðina þar til leið mín lá til Bandaríkjanna, þá orðin 17 vetra.
Starf/nám: Er sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í stjórnun auk framhaldsnáms í þeim fræðum frá London Business School.
Hvað er í deiglunni: Vinn nú hörðum höndum að undirbúningi fyrir opnun endurhæfingarmiðstöðvarinnar HÆFI þar sem ég er nú framkvæmdastjóri. Við munum opna í september en þar verða starfandi læknar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar o.fl. flott fagfólk. Þar verður endurhæfingu sinnt í víðum skilningi.

Hvernig nemandi  varstu?: Ágætis nemandi en leiddist mikið framan af og þá sérstaklega í framhaldsskóla. Man að ég lagði mikinn tíma og metnað í það að halda vel utan um mætinguna þannig að ég myndi svona rétt ná henni. Ég bætti þetta svo upp eftir stúdentinn en þá fór námið að verða áhugaverðara og meira ögrandi.

Hvað er eftirminnilegast á fermingardaginn? Man að ég hafði miklar áhyggjur af því að þurfa að drekka messuvínið og taka þessa hveititöflu hjá séra Hjálmari. Annars leið þessi dagur nú bara í minningunni.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Hjúkka og ég segi nú bara „hjúkk“ að ég fór ekki þá leiðina.

Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Monsurnar voru í ákveðnu uppáhaldi en ég var líka mjög dugleg í Barbí

Besti ilmurin? Birkilmurinn í Skorradalnum.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Ætli það hafi ekki verið U2, Air Supply og að ógleymdu laginu Last Christmas með Wham (á afmæli í nóvember).

Hvaða lag er líklegast að þú takir í karókí? Hef nú alveg „lent“ í því að taka þátt í þannig keppnum. Svona allsgáð myndi ég segja að það eina sem gæti dregið mig út í svoleiðis vitlausu væri einhverskonar afmælissöngur.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ég er eins og unga kynslóðin, horfi ekkert  á sjónvarp. Kíki helst inn á Youtube í Ipad-inum mínum og hef undanfarið verið að kynna mér tælenska og víetnamska matargerð.

Besta bíómyndin? Forrest Gump stendur alltaf fyrir sínu. Merkileg mynd um mann sem náði að nýta bæði styrkleika sína og hindranir í að ná markmiðum sínu.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Michael Phelps er ótrúlegur íþróttamaður, bæði út frá líkamlegum styrk en ekki síður út frá þeirri andlegu seiglu sem hann sýndi í aðdraganda síðustu Ólympíuleika.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili?  Ætli það sé ekki duglegheitin við að setja í þvottavélina og taka svo út úr þurrkaranum.

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Er nokkuð lunkin í ýmiss konar gerbakstri. Annars er eiginmaðurinn mér fremri í flestu því sem viðkemur eldhúsdútli.

Hættulgeasta helgarnammið? Ben and Jerrys ís með vanillubragði og smákökudeigi er málið. Það versta er að drengirnir mínir þrír hafa uppgvötvað þennan forláta ís, fæ því sjaldnast að eiga hann í friði.

Hvernig er eggið best? Egg Benedikt er tvímælalaust í uppáhaldi.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Á það til að finna fyrir óþolinmæði og þá sérstaklega ef mér finnst fólk vera soldið slow. Alls ekki gott í traffíkinni hér í Reykjavík.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki og svo finnst mér nöldrandi fólk bara alls ekkert fyrir mig.

Uppáhalds málsháttur/orðatiltæki?  Vertu betri helmingurinn af sjálfum þér

Hver er elsta minnigin sem þú átt? Þegar ég horfði á yngsta bróðirinn taka sín fyrstu skref, þá í kringum fjögurra ára. Hann labbaði beinustu leið á hornið á sjónvarpinu (sem var í þá daga í e-h trékassa) og endaði með gat á höfuðið.

Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Hef alltaf gaman af honum Lúlla letidýri úr Ísöldinni. Eins finnst mér Tímon úr Tímon og Púmba skemmtilegur að ógleymdum Sasú úr Konungi ljónanna.

Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera og af hverju? Það hlýtur að vera áhugavert að vera Elon Musk. Ótrúlega klár maður sem er langt á undan sinni samtíð.

Hver er uppáhalds bókin þín og af hverju? Á enga eina uppáhalds enda hrífa bækur mig á svo mismunandi hátt. Í dag kemur upp í hugann 7 habits of highly effective people. Svo stendur bókin Pride and Prejudice eftir Jane Austin alltaf fyrir sínu.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Gunnar, ertu ekki að koma?

Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Nelson Mandela

Ef þú gætir farið til  baka í  tímann hvert færirðu og af hverju? Þegar ég sat með kennsluskrá Hákólans og valdi það að fara í sjúkraþjálfun (sem var næsta fag við hliðina á hjúkrunarfræðinni sem ég ætlaði lengst af í). Sé hinsvegar eftir því að hafa ekki valið lögfræðina en henni kynntist ég aðeins í meistarnáminu. Ótrúlega heillandi fag og hef síðan þá haft ótrúlega gaman af að kynna mér hina ýmsu lagabálka.

Hver værit  titillinn á ævisögu þinni? Do what the heart tells you.

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færir þá færirðu... er núna alveg rosalega swag fyrir Indókína og þá sérstaklega Víetnam.

Ef þú ættir  að dvelja alein á eyðieyju hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Ipad, veiðistöng og stóóóran vatnsdúnk.

Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Fá að horfa á börnin mín fullorðnast, njóta lengur lífsins með eiginmanninum og það að prófa að búa og starfa erlendis finnst mér afar heillandi tilhugsun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir