rabb-a-babb 16: Raggi Zeta

Nafn: Ragnar Z. Guðjónsson
.
Árgangur: 1970
.
Fjölskylduhagir: Giftur Áslaugu Ósk Alfreðsdóttur og eigum við tvo syni, Guðjón 6 ára og Steinar Örn 4 ára.
Starf / nám: Sparisjóðsstjóri SPV og ritstjóri Húnahornsins, viðskiptafræðingur að mennt.

Bifreið: Honda CRV
.
Hestöfl: 151,64.
Hvað er í deiglunni: Vinna og aftur vinna og enn meiri vinna.

Hvernig hefurðu það? 
Bara nokkuð gott takk fyrir.
Hvernig nemandi varstu? 
Prúður og góður drengur held ég að mestu leiti en félagslífið var þó kannski meira í forgang en námið sjálft eða svo er sagt.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Fermingakjólarnir voru æði og fíflagangurinn í kirkjunni sem maður skammast sín fyrir að segja frá.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Bifreiðastjóri eins og Zophonías afi.
Hvað hræðistu mest? 
Að mannkynið verði búið að eyðileggja heiminn einn slæman veðurdag.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Minnir að það hafi verið plata með þungarokkshljómsveitunum AC/DC eða Saxon. Besta platan/CD sem ég á er líklega með Led Zeppelin.
Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí? 
Hef reyndar aldrei sungið í Kareókí, þannig að þetta er frekar erfið spurning. En ég gæti örugglega sungið einhver lög með Duran Duran, væri varla verri en Simon Le Bonn söngvari hljómsveitarinnar.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Veðrinu, íþróttaþáttum og svo er Fraiser uppáhaldið mitt, missi aldrei af honum.
Besta bíómyndin? 
Erfitt að segja, engin ein mynd best en margar góðar, myndin The Shining eftir samnefndri sögu Stephen King kemur upp í huga mér akkúrat núna.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Alls ekki Willis, glataður töffari og útbrunninn, þá er George Clooney skárri og Angelina Jolie er meiri gella en frú Paltrow.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Ýmsar tegundir af kexi, sælgæti og ís og eiginlega allt sem synir mínir suða um.
Hvað er í morgunmatinn? 
Misjafnt, stundum ekkert, stundum Cheerios, stundum Kornflex og stundum bara mjólkurkex, en aldrei lýsi ojbara.
Uppáhalds málsháttur? 
Sameinaðir stöndum vér, stundraðir föllum vér, á við svo margt í þessu lífi og mætti margir læra af þessu máltæki.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Mikki mús, þessi geðgóði, glaðværi og hjálpsami náungi.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Á nú fá snilldarverk í eldhúsinu, nema þá kannski við uppþvottavélina, er liðtækari við grillið á svölunum.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Biblían.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
...til Alaska, alltaf langað að fara þangað og ferðast með bakpoka um fjöllin.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Óþolinmæði í umferðinni.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Óheiðarleiki, óstundvísi og frekja.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Liverpool, síðan ég var 5 ára, man ekki út af hverju, en ætli það sé ekki bara vegna þess að þeir eru alltaf lang lang bestir.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Diskó Friskó er cool lag, hef alltaf verið frekar veikur fyrir diskóæðinu en þó enn veikari fyrir Break-inu sem kom á eftir.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Sólarraforkurafmagnsstöð, tölvu og GSM síma. Verð að geta uppfært Húnahornið!
Hvað er best í heimi? 
Samvistir með fjölskyldu og vinum.
Hvað er húnvetnskt?  
Gálgahúmor á kostnað náungans, laxveiði, lambakjöt, vegalögga, smákóngaháttur, vindur og síðast en ekki síst, Blönduós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir