rabb-a-babb 17: Kristrún Ragnars

Nafn: Kristrún Ragnarsdóttir
Árgangur: 1959.
Fjölskylduhagir: Gift Snorra Styrkárssyni og við eigum 3 börn, Styrkár 16 ára, Kristínu 14 ára og Steinunni 11 ára.
Starf / nám: Leikskólakennari útskrifuð 1982, er leikskólastjóri á Furukoti / Krílakoti.

Bifreið: Renault megan senic.
Hestöfl: Það hljóta að vera einhver hestöfl.
Hvað er í deiglunni: Að mæta í þreksport eldsnemma á morgnana, helgarferð til Barcelona í apríl, borgaraleg ferming Kristínar dóttur minnar.

Hvernig hefurðu það?  Ég hef það fínt.
Hvernig nemandi varstu?  Í minningunni var ég alltaf voða stillt og prúð!
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?  Ég ætlaði bara alltaf að verða fóstra eða leikskólakennari eins og það heitir í dag og vinna í leikskóla.
Hvað hræðistu mest?  Óvinur númer eitt eru köngulær, þær hafa náð að bera mig algjörlega ofurliði, ég held ég sé nú samt alveg að lagast með þetta.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)?  Með fyrstu plötum sem ég keypti var Songs from a room með Leonard Cohen, eftir það hefur hann fylgt mér og ég á flestar hans plötur.  Ég komst meira að segja á tónleika með honum í Laugardalshöll 1988.  Mér finnst hann alveg frábær.
Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí?  Ég  hef prófað að syngja í Kareóki og það er bara gaman.  Ætli ég tæki ekki bara, I will survive!
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Ég horfi ekkert sérlega mikið á sjónvarp en Fraiser er algjörlega fastur liður á mánudögum hjá mér, ég missi ekki af honum.
Besta bíómyndin?  Mér finnst mjög gaman að horfa á góðar bíómyndir og góð bíómynd tekur á þessu mannlega og það finnst mér The Green Mile, með Tom Hanks gera.  Hún er í uppáhaldi.  Lord of the Rings er líka algjör klassi sem ævintýramynd.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow?
Brúsi er náttúrulega langbestur þegar taka þarf á málum!
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?  Það er nú alveg ótrúlegt með þessar innkaupakörfur, það er alltaf pláss í þeim.   Það eiga til að slæðast þangað ostar, stundum harðfiskur og svo er ég pínu veik fyrir Lindubuffi.
Hvað er í morgunmatinn?  Ég byrja daginn á vel hrærðum prótíndrykk fullum af orku.
Uppáhalds málsháttur?  ?Farðu yfir þröskuldinn og láttu hann ekki stoppa þig?. Þetta er nú meira mottó en málsháttur og er í uppáhaldi hjá mér.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Mér finnst Simbi litli í The Lion King bestur og verðugur ljónakonungur.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  Á mínu heimili er það þannig að hún eldar frekar hversdagsmatinn en hann eldar frekar sparimatinn.  Ég luma á ansi góðri uppskrift af rúnnstykkjum sem mér tekst yfirleitt vel með og býð gjarnan gestum og gangandi.
Hver er uppáhalds bókin þín? Ég les frekar mikið, enda í klúbbi sem heitir Lespíurnar.  Eina bók held ég alltaf mjög mikið upp á og það er Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...Til Kúbu og ég tæki lespíurnar og disle........, (makana) með.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?  Fullkomununarárátta.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?  Óheiðarleiki og hroki er eitthvað sem ég á mjög erfitt með að höndla.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á?  Ég gæti ekki nefnt nafn á dómara þó lífið lægi við því íþróttir eru ekki mín deild.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?  Diskó Friskó tvímælalaust.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati?  Ég held alltaf upp á Nelson Mandela, hann býr yfir svo miklu æðruleysi og hefur sannarlega unnið að sameiningu í almannaþágu.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér?  Ég tæki með mér tvær góðar bækur um andleg málefni og stærsta púsluspilið sem ég fyndi.
Hvað er best í heimi?   Hver einasti nýr dagur sem mætir mér með ný viðfangsefni.
Hvað er skagfirskt?  Stemningin í réttunum við söng og skál, hangikjötið frá KS, kórsöngur og Drangey sannarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir