Rabb-a-babb 172: Regína Valdimars

Nafn: Regína Valdimarsdóttir.       
Árgangur: 1986.
Fjölskylduhagir: Er gift og á eina stelpu.
Búseta: Sauðárkrókur.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Er uppalin í Garðabæ en ættuð úr Skagafirði. Faðir minn er Valdimar Bergsson, sonur Bergs Haraldssonar sem fæddist í Sólheimum og ólst upp á Frostastöðum í Blönduhlíðinni í Skagafirði. Bergur var sonur hjónanna Haraldar Jóhannessonar, bónda á Bakka í Víðvíkursveit og Önnu Margrétar Bergsdóttur. 
Starf / nám: Lögfræðingur hjá Íbúðalánasjóði.
Hvað er í deiglunni: Fyrir utan dagleg verkefni er ég að fara á fótboltamót fjármálafyrirtækja á Akureyri næstu helgi og gönguskíðanámskeið á Sigló í febrúar ;)

Hvernig nemandi varstu? Ég hafði gaman af því að vera í skóla og var ágætis nemandi að mínu mati.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Það er orðið svo langt síðan! Ég man eftir góðum degi og fullt af gestum – en ég var ekki með alveg með á hreinu hverjir allir voru. 

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði alltaf að vera lögfræðingur.

Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ég lék mér við svo margt. Það var ekkert eitt.

Besti ilmurinn? Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi! Er mjög hrifin af lavander lykt.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið (hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. 17 ára)?Ég hef alltaf verið með mjög fjölbreyttan tónlistasmekk og því erfitt að einskorða mig við eitthvað eitt. Man samt eftir því að hafa hlustað mikið á Muse á þessum tíma.

Hvernig slakarðu á? Horfa á góða mynd í sófanum heima eða fara í sund og slaka á í pottinum. 

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Nú er til eitthvað sem heitir tímaflakk svo ég þarf ekki lengur að hoppa til þegar einhver ákveðin þáttur byrjar.

Besta bíómyndin? Stórt er spurt! Ég á nokkrar uppáhaldsmyndir og vil helst ekki gera upp á milli. Braveheart, Titanic, Lord of the Rings, Practical Magic og um daginn – A Star Is Born!

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Það verður víst að vera Liverpool maður – Mohamed Salah.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég er besti kokkurinn.

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  Gæsabringur með villibráðasósu, heimatilbúnu rauðkáli og brúnuðum kartöflum. Marengsterta m/ Nóa kroppi og karamellu í eftirrétt (þetta er svona jóla)

Hættulegasta helgarnammið? Ostapopp og súkkulaði

Hvernig er eggið best? Sunny side up – má ekki sprengja rauðuna!

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Það er leyndó!

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Ég reyni að láta annað fólk ekki fara í taugarnar á mér en ef það er eitthvað sem pirrar mig getur það verið persónubundið.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun?  Lifðu lífi lifandi – ekki satt?

Hver er elsta minningin sem þú átt? Elsta minningin mín er frá jólunum. Hugsanlega önnur eða þriðju jólin mín. Minningin er sú að ég vaknaði og horfði út um gluggann og það var snjór út um allt en veður var gott. Mér þótti greinilega eitthvað fallegt við þetta allt saman því þessi minning lifir enn.

Þú vaknar einn morgunn í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Blake Lively – upplifa daginn hennar!

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur (og af hverju)? Ég les allra helst fræðirit á sviði lögfræðinnar. Uppáhalds ritið mitt er Stjórnsýsluréttur – málsmeðferð e. Pál Hreinsson. Því miður gefst lítill tími fyrir skemmtirit. 

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? ,,Frábært“

Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Ég myndi bjóða Vigdísi Finnbogadóttur, Barack Obama og Dalai Lama í kvöldmat til þess að fræðast um þeirra hlutverk sem pólitískir leiðtogar.

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Aftur til sumarsins 2008 þegar ég ferðaðist um Mið-Ameríku. Þetta var frábær tími sem ég væri til í að upplifa aftur.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Ekkert flókið – bara Regína ;)

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Til Hawaii 

Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina:
Ferðast meira
Verða góð í gólfi
Læra nýtt tungumál

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir