rabb-a-babb 19: Maggi Hinriks

Nafn: Magnús Hafsteinn Hinriksson.
Árgangur: 68.
Fjölskylduhagir: Giftur henni Sonju og á með henni 3 börn.
Starf: Vélvirki hjá Skagafjarðarveitum.
Bifreið: Skódi oktavía 4x4 go allt.
Hestöfl: Hellingur.
Hvað er í deiglunni: Rækta sambandið við fjöldskylduna og hafa gaman af lífinu

.

Hvernig hefurðu það? 
Soldið svangur, annars döf góður.
Hvernig nemandi varstu? 
Næsta spurning.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Það kviknaði í gamla kaupfélaginu á Flateyri sem átti aðfara að gera upp ,um það leiti sem síðasti gesturinn kom í hús þanig að allir þustu út til að sjá og engin kom aftur. Gjafirnar voru komnar og nóg af afgöngum og ég mjög ánægður.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Sjómaður - reyndi en hætti.
Hvað hræðistu mest? 
Þann sem þykist höndla stóra sannleik.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Animal Pink Floyd.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? 
Jón tröll.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Fræðsluþáttum og fótbolta.
Besta bíómyndin? 
Stuttmyndin sem við Pétur Ingi gerðum fyrir löngu. Pétur geymir hana og neitar að láta hana af hendi.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Brúsi er góður.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Súkkulaði.
Hvað er í morgunmatinn? 
Hafragrautur og lýsi.
Uppáhalds málsháttur? 
Sjaldan fellur fjalgöngumaður í góðan jarðveg.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Jenni.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Öll villibráð og ofát.
Hver er uppáhalds bókin þín? Karling - hin hliðin á Vilhjálmi Stefánssyni þegar hann skildi áhöfnina sína eftir fasta í ís og afskrifaði hana...
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
...til Grænlands.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Byrja á of mörgu.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Leti, hroki, tilælunarsemi.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
ManU - spurning um þroska.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Árna Egils, litli snöggi miðvörðurinn hjá Mölduxum - þvílíkar hreyfingar.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Heim í Búðardal.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Nelson Mandela.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Sonju, börnin, kayakinn.
Hvað er best í heimi? 
Vera fyrir vestan í varpinu með fjölskyldunni - það er toppurinn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir