Rabb-a-babb 205: Smári Eiríks

Smári Eiríks og átakið Verslum heima. AÐSEND MYND
Smári Eiríks og átakið Verslum heima. AÐSEND MYND

Nafn: Friðrik Smári Eiríksson.
Árgangur: 1972.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með Sigríði Sól Hreinsdóttur og saman eigum við tvo ketti, en annars á ég þrjú yndisleg börn; Veroniku Hebu 20 ára, Nóa Fannar 13 ára og Óliver Kaj 11 ára.
Búseta: Hafnafjörður þar sem að bolarnir búa.
Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Sonur Eiríks í bankanum og Stínu úr Hofsós, alinn upp á Víðigrundinni [á Króknum].
Starf / nám: Er stúdent frá FNV, skráður fáfræðingur í símaskránni og vinn í byggingageiranum.
Hvað er í deiglunni: Þrotlaus undirbúningur fyrir næstu auglýsingaherferð fyrir verslum heima.


Rabbið:

Hvernig nemandi varstu? Ágætur held ég.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Seðlabúntið…

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Eins og pabbi.

Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Lego.

Besti ilmurinn? Mildur landailmur.

Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Á Skagfirðingabrautinni 1988 á hækjum.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Geirmundur og Bubbi

Hvernig slakarðu á? Fæ mér grænt te og glugga í ljóðabók…

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Horfi ekki á sjónvarpið eftir að Gísla Martein byrjaði þar.

Besta bíómyndin (af hverju)? Forest Gump, fáfræðingur í leit að hamingjunni eins og ég

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Birnu systur, algjör nagli.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Dansa.

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ommiletta, aldrei eins en alltaf fullkomin.

Hættulegasta helgarnammið? Sykur og ger í fljótandi formi.

Hvernig er eggið best? Frjóvgað.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hvatvísi.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Fólk sem að kann ekki að dansa.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Guð og gæfan fylgi þér, Steinunn amma mín.

Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Væri til í að vera Gísli Marteinn og hætta við að vinna í sjónvarpi.

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Góði Dátinn Sveik, fáfræðingur í leit að hamingju…

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Helvítis….

Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð (fyrir utan nánustu ættingja og af hverju)?

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Allan daginn nógu langt aftur til að eiga aftur smá stund með ömmu og afa á Hofsósi, ömmu í Skógargötu og mömmu.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Smá(ra)-sögur eða Smáhrifavaldurinn…

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Hawai að læra á brimbretti.

Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Læra á brimbretti, læra að syngja og horfa á einn þátt með Gísla Marteini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir