Rabb-a-babb 212: Jóhann Fönix

Jóhann Fönix. MYND AÐSEND
Jóhann Fönix. MYND AÐSEND

Nafn: Jóhann Frímann K Arinbjarnarson.
Árgangur: 1990.
Fjölskylduhagir: Einhleypur og barnlaus.
Búseta: Eyrin á Akureyri
Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Ólst upp á fjölskylduóðalinu Brekkulæk í Miðfirði. Faðir minn er Arinbjörn Jóhannsson ferðaþjónustubóndi og móðir mín er Gudrun M. H. Kloes þýðandi.
Starf / nám: Útskrifaðist af félagsfræðibraut í FNV. Hef unnið við margvísleg störf um ævina. Er þjónustufulltrúi hjá Póstinum að aðalstarfi en ástríðustarfið mitt er að vera rithöfundur.
Hvað er í deiglunni: Að skrifa fleiri bækur!

Rabbið:

Hvernig nemandi varstu? Alveg rosalega feiminn, nördalegur og félagslega vandræðalegur.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Maturinn!

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Kvikmyndaleikstjóri og/eða handritshöfundur.

Besti ilmurinn? Sveitaloftið – sér í lagi kúamykja.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Ætli það hafi ekki verið mestmegnis System of a Down og A-ha. Ég hlusta ennþá töluvert á bæði.

Hvernig slakarðu á? Glas af viský + vindill.

Besta bíómyndin? Svo margar. Held mikið uppá Star Wars, James Bond og Tomorrow, When the War began. Ef ég þarf að velja bara eina langar mig að nefna Fail-Safe frá 1964. Sennilega engin önnur mynd sem túlkar óttann við kjarnorkustyrjöld á jafn mannlegan hátt.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Þegar ég var unglingur var það Birkir Ívar í handboltanum. Núna veit ég bara ekki...

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Marineringarnar mínar.

Hættulegasta helgarnammið? Bjór.

Hvernig er eggið best? Spælt og innan í þykkri samloku.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Þegar fólk ætlar að segja manni eitthvað mikilvægt en getur ekki komið sér beint að efninu. Þetta pirrar mig sérstaklega mikið þar sem ég starfa sem þjónustufulltrúi.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Þungur hnífur.

Hver er elsta minningin sem þú átt? Heyskapur á túninu fyrir utan æskuheimilið.

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur (og af hverju)? Stefán Máni er í miklu uppáhaldi og þar vil ég helst nefna bókina Feigð. Þessi bók finnst mér fullkomlega balansera spennu, hasar, yfirnáttúruleg fyrirbæri og íslenskan raunveruleika. Bókin breitti einnig algerlega minni sýn á hvernig glæpasögur eiga að vera/geta verið.

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu (og af hverju)? Edwards-tímabilið svokallaða (1901 til 1913). Mjög bjartsýnir og framsæknir tímar áður en blóðugur veruleiki heimstyrjaldanna tók við.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Veit ekki alveg. Rithöfundurinn þýski frá Miðfirði?

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
Síbería hefur alltaf heillað mig.

Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: 1. Upplifa að bók eftir mig verði kvikmynduð.
2. Ganga uppá Eiríksjökul. 3. Eignast mitt eigið veiðivatn með á/læk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir