rabb-a-babb 28: Ásdís Guðmunds

Nafn: Ásdís Guðmundsdóttir.
Árgangur:  1963.
Fjölskylduhagir:  Tvö börn, Valdís Dröfn 21 árs og Ólafur Starri, 9 ára.
Starf / nám: Starfa hjá Öldunni - stéttarfélagi og sit í Sveitarstjórn Skagafjarðar en er reyndar í fríi þar til áramóta vegna náms við Bifröst.

Hestöfl:  Ótrúlega mörg hestöfl í Renault Clio.
Hvað er í deiglunni: Að skrifa meistararitgerð og fara í ræktina.

Hvernig hefurðu það? Ég hef það mjög gott.
Hvernig nemandi varstu? Fyrirmyndarnemandi - minnir mig.... er þó ekki viss um að handavinnukennarinn minn samþykki það!!
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Brúnn rifflaður flauelsjakki og kúrekastígvél eins og eru í tísku í dag (af hverju henti ég þeim?)
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði að verða rithöfundur eða ballettdansmær.
Hvað hræðistu mest? Að eitthvað komi fyrir mína nánustu.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Örugglega David Bowie...eða var það Frank Zappa?
Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí? Ætli ég verði ekki að taka undir með Jónu Fanney.... five ? seven o five!!
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Ekta breskum/skoskum spennuþáttum með flóknum  söguþræði (öfugt við hina ammmerísku).
Besta bíómyndin? Þær eru margar - spænskar, franskar og danskar, er svona evrópusinni í þessum málum.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Hmmm, Willis og Jolie.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Ekkert!!! Jú, kannski pínu nammi - stundum.
Hvað er í morgunmatinn? Te og spelt brauð ef tími gefst.
Uppáhalds málsháttur? Hver er sinnar gæfu smiður.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Andrés Önd og félagar ?fæ reglulega upplýsingar um nýjustu ævintýri þeirra frá syni mínum.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Kjúklingarétturinn með hnetunum...nammi namm.
Hver er uppáhalds bókin þín? Sú sem ég er að lesa í hvert sinn.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...beint til Suður - Frakklands að heimsækja vinkonu mína sem býr í Pýreneafjöllunum.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Óþolinmæði.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Enski boltinn? Hvernig bolti er það??
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Ísmanninum Raikonnen - engin spurning!
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Diskó Friskó.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Gandhi.
Ef þú ættir að dvelja alein á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Geislaspilarann, uppáhaldsdiskinn og góða bók.
Hvað er best í heimi? Góðir vinir og fjölskyldan.
Hvernig eru Skagfirðingar? Stoltir af uppruna sínum, heimakærir og yfirleitt mjög skemmtilegir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir