rabb-a-babb 29: Stebbi Lísu

Nafn:  Stefán Örn Bang Pétursson.
Árgangur:  The Golden "69.
Fjölskylduhagir:  Giftur og á 3 börn.
Starf / nám: Sjúkraþjálfari og  íþróttakennari.
Bíll: Nissan Terrano fínn í veiðitúrana!

Hestöfl: Já  mjög mikilvæg.
Hvað er í deiglunni: Ætli maður neiðist ekki til að veiða  doldið í sumar.

Hvernig hefurðu það? 
Nú bara nokkuð góður þakka þér. Smá hor í nös en annars í lagi.
Hvernig nemandi varstu?   
Eins og ég man það var ég til fyrirmyndar. Lennti þó nokkrum sinnum á  teppinu hjá Stjóranum.
Hvað er eftirminnilegast frá  fermingardeginum? 
Heyrðu fékk 4 Biblíur sem allar voru áritaðar að innan og  því ekki hægt að skipta þeim döhh!
Hvað ætlaðir þú að verða  þegar þú yrðir stór? 
Bóndi eða dýralæknir.
Hvað hræðistu mest? 
Að lax  og silungur deyji út.
Hver var fyrsta platan sem  þú keyptir (eða besta)? Fyrsta platan var Purkur Pilnik þessi með bláa  coverinu með rollunni framaná ? man ekki hvað hún heitir enda ekki hlustað á  hana síðan síðast.
Hvaða lag ertu líklegastur  til að syngja í Kareókí? 
Eitthvað með Elton John, maybe Candle In The Wind með undirleik Bassa.
Hverju missirðu helst ekki  af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)?  
Fólk með Sirrý.
Besta bíómyndin?  
PeeWee Herman og týnda hjólið. Skora ég á alla sem ekki hafa séð þetta meistaraverk að gera það áður en árið er liðið.
Bruce Willis eða George Clooney /  Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Nú Clooney, enda farinn að grána í vöngum eins og sumir. Paltrow er of væmin fyrir minn smekk og því verður Jolie fyrir valinu.
Hvað fer helst í  innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?  
Kók og snakkpoki.
Hvað er í morgunmatinn? 
Sjériós  eða hafragrautur.
Uppáhalds  málsháttur? 
Aldrei að gera neitt í dag sem þú getur látð einhvern annan gera  fyrir þig á morgun.
Hvaða  teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Tinni enda búinn að lesa allt Tinna  safnið hans Óla frænda.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  
Koníaks flamberuð bleikjuflök með  öllu meðlæti að hætti Lísunnar.
Hver er uppáhalds bókin þín?   
Margar koma til greina en sú fyrsta er sú sem ég las síðast, Furðulegt háttarlag hunds um nótt, hreint mögnuð lesning.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og  réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
...Kolaskagann í Rússlandi í laxveiði.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari  þínu?  
Þoli alls ekki biðraðir.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari  annarra?  
Óstundvísi og óheiðarleiki.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju?   
ARSENAL þarfnast ekki frekari útskýringa við.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu  mestar mætur á? 
Eyjólfur Finnsson FIFA línudómari, þekki engan sem stundar  ljósbekkina jafn mikið nú til dags.
Sverrir Stormsker eða Kim Larsen?   
Ertu að gera grín í mér?
Hver var mikilvægasta persóna 20.  aldarinnar að þínu mati? 
Ég segi bara eins og Kalli krati: Siggi Geit kemur  fljótt upp í hugann, já eða Stjáni Gísla þegar hann tók Limahl forðum - eða Sverrir Sverris sem Tarzan konungur apanna eða bara ekki?
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju,  hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Veiðistöng, Coca Cola  og bát.
Hvað er  skagfirskt?  
Bjarni Har.
Magnaðasta  flugan (af hverju)?  
Undertaker - nafnið útskýrir sig  sjálft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir