rabb-a-babb 3: Kiddi Balda

Nafn: Kristján Ó. Baldvinsson .
Árgangur: 1968 .
Fjölskylduhagir: Sambúð og 2 börn.
Starf / nám: Pípulagningamaður
.
Bifreið: VOLVO
.
Hestöfl: 146
.
Hvað er í deiglunni: Gamla Tröð.

Hvernig hefurðu það? Ég hef það gott, það getur eiginlega bara versnað.
Hvernig nemandi varstu? Ahhh....
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Tölvuúrið sem mér var gefið. Það fengu nánast allir strákarnir tölvuúr fyrir athöfnina og þegar klukkan sló ellefu varð úr hinn mesti konsert séra Hjálmari til mikillar armæðu.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég man það nú ekki nákvæmlega en einhvern tímann var veðurfræði á dagskrá. - Þá væri alltaf gott veður.
Hvað hræðistu mest? Rottur eru ekki í miklu uppáhaldi hjá mér.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Fyrsta platan var einhver safnplata sem ég keypti hjá Itta og ég man ekki hvað hún heitir. Svo eru svo margar plötur bestar.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Kauðann aka Lonlí blú boj.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? The Office er í miklu uppáhaldi eins og er. Ég bara skil ekki fólk sem sér ekki fyndnina í þessum snilldar þáttum.
Besta bíómyndin? Forrest Gump, Ace Ventura - When Nature Calls og Matrix. Frekar ólíkar myndir en ég get ekki gert upp á milli þeirra.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Brúsi og Jolie eru skást af þessum.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Það er nú aðallega kex og einhverjar ónothæfar sósur. Gleður frúna alltaf jafn mikið.
Hvað er í morgunmatinn? Hvað er nú það.
Uppáhalds málsháttur? Oft er holdsveikum laus höndin.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Hómer Simpson er einfaldlega mesta snilld sem hefur sést í sjónvarpi en í bókum er Fláráður stórvesír kóngurinn.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Að hella uppá kaffi. Mér hefur tekist með áralöngum rannsóknum að finna hið fullkomna jafnvægi milli kaffi og vatns.
Hver er uppáhalds bókin þín? Býr íslendingur hér er mögnuð og hugrenningar Guðbergs Bergssonar.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Portúgal, ég er alveg heillaður af því landi.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég á það til að gleyma hlutum sem öðrum finnst merkilegir.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Að finnast ómerkilegir hlutir merkilegir.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Manchester United. Ég bara heillaðist af enninu á Gordon McQueen þegar ég var gutti.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Eiður Smári og Roy Keane eru í miklu uppáhaldi hjá mér og svo Paul Durkin dómari. Það má líka fylgja að ég og Diego Forlan og Uriah Rennie dómari erum eins og olía og vatn.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal / Til Hannesar.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Adolf Hitler

.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Veiðistöng,útvarp með sólarbatteríi og milljón eldspýtur.
Besti trommarabrandarinn? Maður fer til lítillar Kyrrahafseyju í frí. Þegar skipið nálgast þá fer hann að greina trommusóló. Eftir því sem nær dregur þá tekur hann eftir því að trommusólóið er stanslaust og hljómar um alla eyjuna. Um leið og hann kemur í land þá gefur hann sig á tal við einn eyjaskeggja og spyr hvenær trommusólóið hætti. Eyjaskegginn verður flóttalegur og segir að það sé mjög slæmt ef trommusólóið hætti og hleypur í burtu. 
Um kvöldið var trommusólóið farið að fara virkilega mikið í taugarnar á manninum svo hann gefur sig á tal við einn innfæddan og spyr hvenær þessu ljúki. "Mjög slæmt ef trommusólóið hættir", segir hann og hverfur út í myrkrið. 
Daginn eftir fer maðurinn niður í bæ alveg ósofinn og brjálaður í skapinu og trommusólóið hljómaði sem aldrei fyrr um alla eyjuna. Loks missir hann stjórn á sér og þrífur í næsta eyjaskeggja, keyrir hann upp að vegg og argar á hann, "HVAÐ GERIST EF TROMMUSÓLÓIÐ HÆTTIR?"  
Eyjaskegginn argar þá á hann til baka skelfingu lostinn. "ÞÁ KEMUR BASSASÓLÓ!!"
p.s.  Hvaða bít er í Du-duddu-ruru? Ruddinn hefur hið alþekkta fjórir fjórðu tveggja handa sveiflubít. Ekki hægt að gera neitt annað á meðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir