rabb-a-babb 30: Eyþór Einars

Nafn: Eyþór Einarsson.
Árgangur: 1959.
Fjölskylduhagir: Giftur og á 2 börn.
Starf / nám: Rafeindavirki hjá Símanum.

Bifreið: Toyota Avensis.
Hestöfl: Nóg.
Hvað er í deiglunni: Ýmislegt sem ekki er gott að ræða opinberlega á þessari stundu en skýrist á næstu vikum. (Skýrt og greinargott svar eins og frá stjórnmálamanni ).

Hvernig hefurðu það? 
Fínt.
Hvernig nemandi varstu? 
Nokkuð stilltur fram eftir aldri. Allavegna þann tíma sem ég var í sama skóla og faðir minn var kennari í.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Úrið sem ég fékk.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Flugmaður.
Hvað hræðistu mest? Snáka en þeir finnast sem betur fer ekki hér á landi.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Born To Run með Bruce Springsteen var aðalplatan á seinni hluta síðustu aldar.
Hvaða lag ertu líklegust/astur til að syngja í Kareókí? 
Slá í gegn með Stuðmönnum.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Cheers. Póstkallinn er bestur.
Besta bíómyndin? 
Shawshank Redemption.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Bruce þar sem við erum svo líkir og Jolie sem er nokkuð hugguleg og næstum því á lausu.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
DVD mynd.
Hvað er í morgunmatinn? 
Íþróttasúrmjólk og kornflakes.
Uppáhalds málsháttur? 
Man ekki eftir neinum.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Ástríkur.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Raða í uppþvottavélina.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Engin sérstök bók en les mikið spennusögur og Arnaldur er í uppáhaldi hjá mér.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
...til Ástralíu.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Skipulagsleysi og leti.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Þegar maður getur ekki treysti því sem fólk segir.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Tottenham. Góður klúbbur en hefur vantað stöðugleika í heldur mörg ár.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Phil Michelson golfari frá USA.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Bæði lögin orðin ansi þreytt en Búðardalurinn betri.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Marconi sem var upphafsmaður á loftskeytasendingar.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Eldspýtur, góðann hníf og veiðistöng.
Hvað er best í heimi? 
Fjölskyldan og góðir vinir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir