rabb-a-babb 37: Arnar Halldórs

Nafn: Arnar Halldórsson.
Árgangur: 1967
.
Fjölskylduhagir: Giftur henni Jónu Hjalta saman eigum við 4 stráka
.
Starf / nám: Tæknimaður hjá Skýrr á Sauðárkróki.

Bifreið: Maður þarf ekki bíl á Hólaveginum
.
Hvað er í deiglunni:
  Stefni á að vera búinn að ná 4 Microsoft prófgráðum í vor.

Hvernig hefurðu það? 
Alltaf brattur.
Hvernig nemandi varstu? 
Samviskusamur í grunnskóla og áhugasamur í framhaldsskóla.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
 Það vantaði sultu með kjötinu í veislunni, ótrúleg yfirsjón, en það var snarlega bætt úr því....
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði að verða ýtustjóri.
Hvað hræðistu mest?
 Að brjóta á mér hnéskeljarnar.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
One step beyond með Madness, ótrúlega hressir gaurar!
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Hraustir menn!!!
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)?  
Spooks.
Besta bíómyndin?
 Ekki gott að segja til um það.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Það væri Brúsinn og Angelina.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Það er þá helst eitthvað gott brauð og túnfisksalat.
Hvað er í morgunmatinn? 
Weetabix  hollt og trefjaríkt á morgnana.
Uppáhalds málsháttur?
 Bylur hæst í tómri tunnu.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín?
 Viggó Viðutan hefur einstakt hugmyndaflug.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Steiktur fiskur, það segir Jóna allavega.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Öxin og jörðin kemur fyrst upp í hugann.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
 að hitta Egil félaga minn í Ástralíu, verst hvað það er heitt þar núna.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?
 Kæruleysi og leti.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Metnaðarleysi og vanræksla.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju?
 Ég var alinn upp við að halda með Man. United.  Ég hef tekið þátt í þeirra gleði, en ekkert verið mikið að velta mér uppúr þeirra sorgum ? ekki sérlegur áhugamaður um knattspyrnu.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Strákarnir mínir eru í körfubolta og sundi, alveg hreint ágætir íþróttamenn.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Þær eru nokkrar sem skara framúr á sviði vísinda og framfara, stjórnmála, mannréttindamála, dægurtónlistar/listar.  Það er erfitt að gera upp á milli.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Leatherman - stappfullan MP3 spilara - hengirúm.
Hvað er best í heimi?
 2. tenór er bestur í Heimi J.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir