rabb-a-babb 39: Siddi á Marbæli

Nafn: Sigurður Árnason.
Árgangur: 1968.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með Önnu Steinunni Friðriksdóttur og eigum við þrjú börn, Árna Frey, Bríeti Lilju og Þórð Ara. 

Starf / nám: Starfa hjá Íbúðalánasjóði / B.A. í stjórnmálafræði.
Bifreið: VW Passat station.
Hestöfl: Nógu mörg.

Hvernig hefurðu það? 
Mjög gott takk fyrir.
Hvernig nemandi varstu? 
Allt í lagi vona ég.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Plötuspilarinn og peningarnir.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Bóndi.
Hvað hræðistu mest? 
Að til valda komist klikkaðir menn.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)?
 Fyrsta platan var Best of Abba! Besta platan er Joshua Tree með U2.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? 
Söng einhvern tímann bakraddir í Crodile Rock. Hef ekki verið beðinn aftur.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Engu.
Besta bíómyndin? 
Segjum Englar alheimsins. Erfitt að tala um best/verst.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Brúsi og Jolie.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Kók.
Hvað er í morgunmatinn? 
Súrmjólk og kornflex.
Uppáhalds málsháttur? 
Ekki eru allir viðhlægjendur vinir.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Garfield.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Við uppþvottavélin erum team.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
 til London á landsleik Íslands og Trinidad og Tobago.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Er ekki nógu duglegur að segja nei.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Óheilindi og flottræfilsháttur.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Liverpool - You'll Never Walk Alone.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Kenny Daglish - Gerrard er að nálgast hann.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
? Heim í Búðardal.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Sá eða þeir sem fundu upp tölvuna. Úr stjórnmálunum eru það kónar eins og Hitler og Stalín ? því miður.
Hvað er best í heimi? 
Friður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir