rabb-a-babb 4: Sunna Gests

Nafn: Sunna Gestsdóttir
.
Árgangur: 1976.
Fjölskylduhagir: Sambúð með Héðini, dóttir Anna Rósa
.
Starf / nám: Langstökkvari í sálfræðinámi
.
Bifreið:  Trooper
.
Hestöfl: 100+ dugir yfir Þverárfjallið
.
Hvað er í deiglunni: Reyna að stökkva á Ólympíuleikana, Landsmót á Sauðárkróki og Evrópubikarkeppni í frjálsum á Laugardalsvellinum.



Hvernig hefurðu það? Kvefuð og smá stirðleiki í hægra hné.
Hvernig nemandi varstu? Alltof stillt og þæg.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Messuvínið var ekki gott, ég var í ægilega flottum kjól.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Hestakona.

Hvað hræðistu mest?
Missa heilsuna.

Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)?
Sú fyrsta hét Perlur.

Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí?
"All is so big in America....."

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Sex in the City er í uppáhaldi.

Besta bíómyndin?
Heillaðist af Hringadróttinssögu.

Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow?
Clooney með sinn grásprengda háralit og hörkutólið Angelina.

Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?
Skyr.

Hvað er í morgunmatinn? Banani og skyr eða súrmjólk með cheriosi og rúsínum, er að læra að drekka kaffi.

Uppáhalds málsháttur?
Gera betur í dag en í gær.

Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín?
  Mikki mús, hann er svo klár að leysa þrautir.

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?
Eftirréttir .

Hver er uppáhalds bókin þín?
Hús úr húsi eftir Kristínu M. Baldursdóttur.

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
Jamaicu, Bahamas eða Búdapest.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?
Stuttur þráður, en hann er stuttur í báðar áttir.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Leti.

Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Grimsby og Hull. Byggist á fornum tengslum Íslendinga við þá.

Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á?
Fimleikafólk heillar mig mikið, ótrúlegt hvað það getur gert með líkamanum.

Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?
Fer eftir því hvaða dagur er.

Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati?
Díana Prinsessa.

Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér?
Vasahnníf, bát og tannbursta.

Hvað sagði Tarzan þegar hann sá fílana koma hlaupandi yfir hæðina? Jane passaðu þig á fílunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir