rabb-a-babb 41: Svanhildur

Nafn: Svanhildur Guðmundsdóttir.
Árgangur: 1964.
Fjölskylduhagir: Eiginmaður: Jón Þór Bjarnason og 3 börn: Davíð, Elsa og Guðmundur
.
Starf / nám:  Forstöðumaður hjá Íbúðalánasjóði / viðskiptafræðingur
.
Bifreið: Toyota Carina E - flöskugræn.
Hestöfl: Eitthvað yfir hundrað held ég..?
Hvað er í deiglunni: Skíðaferð með fjölskyldunni til Svíþjóðar um páskana, vinna við Vaxtarsamninginn, Jógað, Ífurnar... – nóg að gera.

Hvernig hefurðu það? 
Pínu rosalega gott!
Hvernig nemandi varstu?  
Alveg ótrúlega samviskusöm og svo áhugasöm að sumum fannst nóg um.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Það hvað ég var ofboðslega hamingjusöm, mjög trúuð og fékk frábærar gjafir (já í alvöru)  -  segulband með innbyggðu útvarpi og armbandsúr sem ekki þurfti að trekkja ? það lagðist verulega vel í mig að fá að vera prinsessa í einn sólarhring.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?  
Þegar ég var 8 ára þá ætlaði ég að verða búðarkona og kvikmyndastjarna – síðan breyttist það smám saman í geimfara, augnlækni, efnafræðing og arkitekt – núna finnst mér ég vera orðin alveg nógu stór þannig að reyni ég bara að vera ég sjálf.
Hvað hræðistu mest? 
Hryllingsmyndir sem bregða mér.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)?
Ætli sú fyrsta hafi ekki verið Top of the Pops (ómægod). En sú besta held ég að sé Queen Jazz eða GlingGló með Björk ? erfitt að gera upp á milli þeirra.
Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí?  
Það gerist nú afar sjaldan, en ef ég tek hljóðnemann í hönd þá gæti það t.d. verið eitthvað með Dr. Hook ? áheyrendur þurfa að taka viljan fyrir verkið :o)
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)?
Breskir sakamálaþættir og íslenska Idolið.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow?
Það eru Brúsi og Gwyneth þau klikka ekki!
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?
Stundum kem ég heim með pilsner og sokka sem ekki voru á listanum.
Hvað er í morgunmatinn? 
Súrmjólk, múslí og pera (ég er að reyna að taka mig á, hef verið dugleg í að halda uppi kaffibaunaframleiðendum fram að þessu).
Uppáhalds málsháttur? 
Enginn sérstakur uppáhalds, en þessi setning finnst mér ágæt: ?Allt sem er þess virði að það sé gert, er þess virði að það sé vel gert?
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín?
 Viggó viðutan – alveg óborganlegur  – get lesið hann aftur og aftur.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Að elda mat, engin spurning –  get eytt heilu og hálfu dögunum við að dúllast í því.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Sú nýjasta sem er í uppáhaldi hjá mér Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini, toppbók sem veitir innsýn í veröld sem ég vissi alltof lítið um. En sú bók sem ég hef haldið mest uppá í gegnum tíðina er Sjálfstætt fólk eftir Laxness.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
 til austurlanda (með viðkomu í Ástralíu og Suður Ameríku á leiðinni heim). Bíð spennt eftir því að komast á framandi slóðir og kynnast nýrri menningu.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Hmmm, óþolinmæði held ég.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Leti og metnaðarleysi. Líka fordómar, þeir eru oftast tilkomnir vegna þekkingarleysis, ekki  vænlegt að mynda sér skoðun á þeim grunni.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju?  
Jahá – enski boltinn segirðu – það er nú lítill sem enginn áhugi fyrir honum á mínu heimili, en hérna um árið hélt ég, syni mínum til samlætis, með Newcastle um tíma. Það væri hinsvegar nær að spyrja mig um Formúluna, þar er ég eldheitur aðdáandi Raikkonen, sem er langflottastur.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? 
Varnarjaxlinum Elsu dóttur minni í fótbolta með Tindastóli.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Heim í Búðardal, það fylgja því góðar minningar af sveitaböllunum (fyrir vestan) í gamla daga.
Hvaða tónlistarmanni hefurðu mestar mætur á? 
Syni mínum Davíð, sem leikur snilldarlega á gítar og syngur með hljómsveitinni sinni, Hip Razical.
Ef þú ættir að dvelja alein á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Hluti já – ætli það yrðu ekki eldfæri, hnífur og segldúkur??? Æ nei þetta er alltof skynsamlegt – segjum frekar haug af pappír og blýöntum (talið sem einn hlutur),  svefnpoka og  kaffibaunaplöntu.
Hvað er best í heimi?  
Góð stund með fjölskyldunni, t.d. þegar við erum öll saman í eldhúsinu að búa til pizzur, eða þegar við erum öll saman á skíðum eða í útilegu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir