rabb-a-babb 48: Margeir Friðriks

Nafn: Friðrik Margeir Friðriksson.
Árgangur: 1960.
Fjölskylduhagir: Kvæntur Sigurlaugu Valgarðsdóttur og við eigum þrjú börn, Helga Frey, Völu Hrönn og Maríönnu.
Starf / nám: Sviðstjóri fjármálasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar (súputeningur í skuldasúpunni).

Bifreið: Hyundai Santa Fe.
Hestöfl: Á annað hundraðið, eins og eru í dilknum hans Halla í Enni á Laufskálaréttardaginn.
Hvað er í deiglunni: Á meðan ég svara þessum spurningum ætla ég að gera mikið úr litlu.

Hvernig hefurðu það? 
Pínu rosalega fínt.
Hvernig nemandi varstu? 
Eftirminnilegur.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Köflóttu jakkarnir sem við strákarnir vorum í.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Stærri en ég er í dag.
Hvað hræðistu mest? 
Lofthræðsluna sem er ástæðan fyrir hæðarskorti mínum í dag.

Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Mig minnir að fyrsta platan sem ég keypti hafi verið með Demis Rousso, grískum flagara.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? 
What?s new Pussicat?
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)?  
Horfi ekki mikið á sjónvarp, en gæti setið yfir glæpa- og spennuþáttum.
Besta bíómyndin?
 Kúrekar norðursins þar sem ég er í aukahlutverki.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Bruce Willis og Angelina Jolie.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Óbarinn harðfiskur.
Hvað er í morgunmatinn? 
Ekkert.
Uppáhalds málsháttur? 
Lágur þröskuldur hefur langan mann fellt.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Simpson.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Grillaðir ágræddir uxahalar á humargrey, gljáðir með fíflamjólk og bornir fram á tröllasúrublaði.  Skreytt með gatinu í ananashringjunum.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Bankabók konunnar minnar.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
...til útlanda.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Óreiðan, bullið og vitleysan.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Hroki, bull og vitleysa.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Arsenal af því að Biggi Rafns sagði mér það fyrir 35 árum og segir það enn.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Molduxunum félögunum mínum.  Það er ekki hægt að gera upp á milli þessara einstöku kappa.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Diskó Friskó.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Einstein.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Tvær dollur með hangifloti og svissneskan vasahníf með öllum græjum og reyni svo að hanga á flotinu.
Hvað er best í heimi? 
Að eiga góða fjölskyldu og vini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir