rabb-a-babb 51: Ægir Ásbjörns

Nafn: Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
Árgangur:  1963
.
Fjölskylduhagir: Kvæntur, Fimm börn, hundur og hamstur.
Starf / nám: Kennari/ Rafvirkjun, Myndlist og kennslufræði.
Bifreið: Hiundai Starex (Ég held að þetta sé skrifað svona!)
Hestöfl: Vel á annað hundraðið???
Hvað er í deiglunni:  Miðvikudaginn 15. Nóv. Frumsýnir Nemendafélag FNV leikritið Draumalönd sem ég skrifaði og er í minni leikstjórn (Einnig bjuggum við Gugga til einn af aðalleikurunum í sýningunni)

Hvernig hefurðu það? 
Svona líka frábært!
Hvernig nemandi varstu? 
Prúður, vel greiddur og girtur. Góður vinur Sighvats.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Hvað ég var lítill og  englarnir hvítir.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?   
Fyrst Indíáni svo loftfimleikamaður ( Þetta sameinast þegar ég er að háfa lunda í Drangey)
Hvað hræðistu mest?  
Frumsýningardaga.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)?  
Pink Floyd The Wall sem Diddi bróðir gaf mér í jólagjöf á ofanverðri tuttugustu öldinni.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí?  
On the road again   (Billy Idol útgáfuna)
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)?  
Little Britain,  en ég missi samt oftast af þessum frábæru grínþáttum.
Besta bíómyndin?
Delikatessen,  já eða Kúrekar Norðursins þar sem Eiki Hilmis, Margeir, Gunnar Ingi og Gubbi fóru á kostum og Bimbó barði niður ljós á sviðinu á Skagaströnd og Hallbjörn reif og teipaðibuxurnar sínar.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow?  
George Clooney út af fjölhæfni og Angelina Jolie  með sínar  ómótstæðilegu botoxvarir.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?   
Hráskinnka og paramesan og svo súkkulaðikex handa Guggu!
Hvað er í morgunmatinn?  
Lýsi, spirulina og B12 skolað niður með  undanrennu
Uppáhalds málsháttur?  
Sjaldan fellur eplið langt frá eplatrénu.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín?  
Viggó Viðutan og kötturinn hans.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  
Gæsabringur með sætum lauk og  eðaleplasalati.  (3x7mín. aðferðin sem ég lærði í rúgbrauðsgerðinni)
Hver er uppáhalds bókin þín?  
Skræpótti fuglinn e. Jerzy Kosinski.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
Kína,  (Aðal málið er að komast í tollinn þegar maður kemur heim).
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?  
Get illa sagt NEI (það kemur oftast út eins og nee eða bara njá!
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?  
Fíla   (fólk í fílu sem getur ekki einusinni sagt góðan daginn)  Og svo fólk sem þolir ekki lækjarnið!
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju?  
MANCHESTER UNITED.  Bestir,  bestir, lang, lang, BESTIR!  Reyndar er ástæðan sú að mamma keypti íþróttaföt á mig og Didda bróðir minn þegar við vorum litlir. Ég fékk Man. Utd. og hann Liverpool. Svo slóumst við!
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á?  
Ég hafði miklar mætur á Páli Axel þangað til hann sagði mági mínum honum Jóni Þór að halda kjafti eftir að Jón bað hann kurteislega að hætt að röfla. Þannig að ég verð að segja að ég hafi mestar mætur á ,,ljóskunni? Kára Mar.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?    
Heim í Búðardal eins og Geiri tekur það.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati?  
Marcel  Duchamp með pissuskálina sína.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér?  
Gítar, hníf og stóra pípuhreinsara. (Það er ótrúlegt hvað er hægt að búa  til úr pípuhreinsurum ef maður hefur nóg af þeim.)
Hvað er best í heimi? 
Fyrir utan frumsýningardaga þá er það; allir sem eru og koma, á Suðurgötu 10.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir